fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Var sagt að litla stúlkan hefði dáið í fæðingu: 69 árum síðar gerðist hið ótrúlega

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 7. desember 2018 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tæp 70 ár lifði Genevieve Purinton í þeirri trú að dóttirin sem hún fæddi árið 1949 hefði látist skömmu eftir fæðingu. Það var svo á dögunum að hið ótrúlega gerðist. Purinton hitti dóttur sína sem hafði hreint ekki látist eins og talið var.

Purinton var 18 ára þegar hún fór á fæðingardeild sjúkrahúss í Indiana í Bandaríkjunum árið 1949. Hún fæddi stúlkuna stuttu síðar. „Ég spurði hvort ég mætti sjá hana en þau sögðu mér að hún væri látin, það er allt sem ég man,“ segir hún en tekur fram að hún hafi aldrei fengið neitt dánarvottorð í hendurnar.
Purinton er 88 ára í dag og varð henni ekki barna auðið eftir þetta.

Lífið var enginn dans á rósum

Löngu síðar kom í ljós að dóttir Purinton hafði ekki látist heldur hafði hún verið gefin til ættleiðingar skömmu eftir fæðingu. Hjá hinni nýju fjölskyldu var stúlkunni gefið nafnið Connie Moultroup. Móðir hennar, sem ættleiddi hana, lést þegar Connie var fimm ára. Faðir hennar kynntist annarri konu sem var ofbeldisfull og var líf Connie enginn dans á rósum þegar hún var barn.

Í frétt NBC kemur fram að Connie hafi síðar fengið að vita að hún hefði verið ættleidd. Viðurkennir hún að hún hafi átt sér þann draum að finna blóðmóður sína. Lengi vel var ekki útlit fyrir að það tækist enda ekki ýkja langt síðan DNA-tæknin var allt að því fullkomnuð.

„Ég er ekki látin“

Connie og dóttir hennar, Bonnie Chase, prófuðu að senda DNA-sýni úr Connie til ættfræðisíðunnar Ancestry.com skömmu eftir síðustu jól. Niðurstöðurnar gáfu uppruna Connie gróflega til kynna; hún fann nokkur náskyld frændsystkini og að lokum fann hún blóðmóður sína, Purinton.

Þær mæðgur hittust svo á dögunum og er óhætt að segja að miklir fagnaðarfundir hafi orðið. „Ég er ekki látin,“ sagði Connie við móður sína. Purinton er eðli málsins samkvæmt í sjöunda himni með fréttirnar þó hún hafi misst af ótal mörgu á þeim tæpu sjötíu árum sem liðin eru.

Ekki nóg með að vera orðin móðir á nýjan leik, ef svo má segja, er Purinton einnig allt í einu orðin amma og langamma. „Ég held að sjálfur jólasveinninn gæti ekki toppað þetta,“ segir Connie í samtali við fréttavef Yahoo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar