fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Vopnaður biblíu gekk hann á land á eyjunni og var drepinn – Myndband

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. desember 2018 06:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjan North Sentinel hefur verið mikið í fréttum undanfarnar vikur í kjölfar þess að bandaríski trúboðinn John Allen Chau var drepinn af eyjaskeggjum þegar hann fór í land á eyjunni þann 17. nóvember síðastliðinn. Bannað er að koma nær eyjunni en fimm sjómílur og þar með er stranglega bannað að fara þar í land. Þetta bann er tilkomið þar sem indversk stjórnvöld, en eyjan er indversk, vilja vernda íbúa eyjunnar fyrir umheiminum en íbúarnir vilja ekki hafa nein samskipti við umheiminn. Ekki er vitað með vissu hversu margir búa á eyjunni en talið er að íbúfjöldinn sé á bilinu 50 til 150.

Chau fór í land vopnaður biblíu en það var stóra markmið hans í lífinu að snúa eyjaskeggjum til kristinnar trúar. Sjómenn, sem fluttu hann til eyjunnar, sáu eyjaskeggja skjóta örvum að Chau og setja band um háls hans og draga eftir ströndinni. Það er því talið nær öruggt að hann hafi látist.

Málið hefur vakið heimsathygli og þá kannski ekki síst fyrir þá staðreynd að enn sé til samfélag þar sem fólk hefur engin samskipti við umheiminn og vill það greinilega ekki og að lifnaðarhættir þess eru eins og þeir voru fyrir mörg þúsund árum. Talið er að ættflokkurinn á North Sentinel hafi búið þar í allt að 60.000 ár, líklegast einangraður að mestu frá umheiminum allan þennan tíma. Ekki er útlit fyrir að það breytist ef stefna indverskra stjórnvalda helst óbreytt en eins og fyrr sagði vilja þau leyfa eyjaskeggjum að vera í friði fyrir umheiminum. Það er bæði til að virða óskir eyjaskeggja en jafnframt til að vernda þá. Algengir sjúkdómar á borð við kvef gætu einfaldlega lagt alla eyjaskeggja að velli því þar sem þeir hafa verið einangraðir svo lengi eru þeir ekki með mótefni gegn algengustu sjúkdómum sem við nútímafólkið hristum af okkur án nokkurra vandkvæða.

John Allen Chau

Lögreglan fór nýlega að eyjunni en fór ekki í land.

„Við viljum forðast beina snertingu við eyjaskeggja. Við viljum ekki fara í land og ýta undir slæmar aðstæður.“

Sagði Dependra Pathak, lögreglustjóri, sem ber ábyrgð á eftirliti með eyjunni. Lögreglumennirnir sáu nokkra eyjaskeggja vopnaða bogum og örvun auk langra spjóta. Þeir virðast vera af afrískum uppruna og lágvaxnir. Karlarnir eru í lendarskýlum. Talið er að fólkið lifi á fiski og því sem vex á eyjunni en mannfræðingar segja þá hafa gert þetta frá upphafi. Þeir hafa smíðað kanóa og búa í langhúsum.

„Þeir horfðu á okkur. Við horfðum á þá. Síðan snerum við við.“

Sagði Pathak við erlenda fjölmiðlamenn.

Utan laga og réttar

Með þessu játuðu indversk yfirvöld í raun að eyja sé utan við lög og rétt. Því geta eyjaskeggjar haldið áfram að búa á eyjunni í friði fyrir nútímafólki. Mannfræðingar telja að ættflokkurinn hafi búið á eyjunni í allt að 60.000 ár. Ekkert er vitað um tungumál þeirra eða hvernig samfélag þeirra er uppbyggt.

Það er þó deginum ljósara að þeir vilja ekkert með umheiminn hafa að gera. Þegar þyrlu var flogið yfir eyjuna eftir mikla flóðbylgju í Kyrrahafi 2004 til að kanna afdrif eyjaskeggja skutu þeir á hana með örvum. 2006 voru tveir sjómenn drepnir þegar bát þeirra rak á land á eyjunni. Lík þeirra voru fest á stangir á ströndinni.

1981 strandaði flutningaskip á eyjunni, hlaðið kjúklingafóðri.

„Brjálaðir eyjaskeggjar eru að reyna að komast um borð í skipið með bogum og örvum.“

Kallaði áhöfnin í örvæntingu í talstöðina. Það tókst að bjarga henni í tíma.

Óvinsamlegur eyjaskeggi.

Öldum saman höfðu vestrænir sjómenn á orði að íbúarnir á North Sentinel væru viðskotaillir og að ekki væri gott að verða skipreika þar. Eyjaskeggjarnir geta fylgst með skipum, bátum, sjómönnum og flugvélum frá eyju sinni en hafa greinilega engan áhuga á samskiptum við umheiminn.

Indverska lögreglan hefur fylgst með eyjunni undanfarnar vikur og lögreglumenn eru stöðugt í bát nærri eyjunni og fylgjast með því sem gerist í landi. Talið er að lík Chau sé grafið á ströndinni. Í nútímasamfélagi er það hlutverk lögreglunnar að finna lík og upplýsa mál en lögreglan vill ekki fara í land á eyjunni og því er ekki að sjá að lík Chau verði sótt.

Smávægileg samskipti

Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að komast í samband við eyjaskeggja í gegnum tíðina. Á áttunda áratugnum varð hópur sjónvarpsmanna að flýja á hlaupum til að bjarga lífi sínu. Indverski mannfræðingurinn Triloknath Pandit hefur þó hitt eyjaskeggja nokkrum sinnum.

„Ég myndi fórna hægri höndinn til að vita hvað þeir hugsa. Við vitum einfaldlega ekkert um þá.“

Sagði hann í samtali við India Express.

Eitt sinn tók hann lifandi svín með sem gjöf til eyjaskeggja. Þeir drápu svínið strax.

„Stundum sneru þeir baki í okkur, settust á hækjur sér eins og þeir væru að hafa hægðir. Við skildum þetta sem þeirra leið til að sýna fyrirlitningu sína á okkur.“

1991 var þó tekið vel á móti Pandit og samstarfsfólki hans á eyjunni. Þá tóku 28 óvopnaðir eyjaskeggjar á móti þeim.

„Þeir eru kannski ekki með eiginlegan leiðtoga en greinilegt var að tekin hafði verið sameiginleg ákvörðun um að taka okkur vinsamlega.“

Ljósmyndir voru teknar af vísindamönnunum og heimamönnum. Eyjaskeggjar kunnu vel að meta kókoshneturnar sem þeim voru færðar og þeir tóku við ýmsum öðrum gjöfum. Margir vísindamannanna urðu til dæmis að láta gleraugu sín af hendi og fatnað.

„Kannski muni þeir setja sig í samband við okkur dag einn. Það er ekki líklegt að þeir geti verið svona einangraðir að eilífu en við eigum ekki að þrýsta á þá. Það er þeirra að taka ákvörðun.“

Segir Pandti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar