fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Pressan

Segja al-Kaída ætla að ráðast á flugvélar eða flugvelli í Evrópu á næstunni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. desember 2018 08:30

Lögreglumenn bregðast við hryðjuverkaárás. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af al-Kaída hryðjuverkasamtökunum að sögn breska öryggismálaráðherrans Ben Wallace. Hann segir raunverulega hættu á að al-Kaída ráðist á evrópska flugvelli eða flugvélar á næstunni.

Í samtali við The Sunday Times sagði hann að al-Kaída hafi nú risið úr öskustónni í kjölfar ósigra Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak.

„Al-Kaída sat þögult í horninu og reyndi að finna út hvernig 21. öldin mun líta út. Samtökin hafa endurskipulagt sig. Þú sérð al-Kaída birtast á svæðum sem við héldum að svæfu.“

Breska ríkisstjórnin ætlar að verja 25 milljónum punda til verkefnis sem á að vernda flugvélar gegn „ógnum innan frá“.

„Al-Kaída er risið upp á nýjan leik. Þeir hafa endurskipulagt sig. Þeir munu gera sífellt fleiri tilraunir til að ráðast á Evrópu og hafa tileinkað sér nýjar aðferðir og vilja enn ráðast á flugiðnaðinn.“

Hann sagði að eftirlit á flugvöllum væri orðið það gott að litlar líkur séu á að hægt sé að smygla sprengiefnum um borð í flugvélar. Þetta leiði til þess að hryðjuverkamenn horfi annað.

„Þeir hafa kannað aðrar leiðir til að koma sprengiefnum um borð í flugvélar. Við höfum rætt opinberlega um hættur innan frá. Ef þú kemst ekki inn um aðaldyrnar verður þú að reyna að komast inn bakdyrameginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska
Fyrir 3 dögum

Hnúðlax í Miklavatni

Hnúðlax í Miklavatni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerðu merka uppgötvun 1978 – Nú liggur ótrúleg niðurstaða vísindamanna fyrir

Gerðu merka uppgötvun 1978 – Nú liggur ótrúleg niðurstaða vísindamanna fyrir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö vinkonur keyptu sér stórt hús saman þar sem þær ætla að eldast saman

Sjö vinkonur keyptu sér stórt hús saman þar sem þær ætla að eldast saman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Málshöfðun gegn Facebook getur haft áhrif á mörg þúsund fyrirtæki

Málshöfðun gegn Facebook getur haft áhrif á mörg þúsund fyrirtæki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bannið hefur haft þveröfug áhrif – Sífellt fleiri streyma til náttúruperlunnar

Bannið hefur haft þveröfug áhrif – Sífellt fleiri streyma til náttúruperlunnar