fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. september 2018 07:46

“Two Women in a Garden” Mynd:Christie’s Images LTD

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki óvenjulegt að málverk eftir franska impressjónisma málarann Pierre-Auguste Renoir séu seld fyrir svimandi háar upphæðir. Nýlega komst eitt málverka hans, sem hefur verið selt margoft á undanförnum áratugum, í fréttirnar þegar upp komst um heldur nöturlega sögu þess.

Málverkið er 30×40 sm og nefnist „Tvær konur í garði“. Það var síðast selt á uppboði hjá viðurkenndu galleríi í Michigan í Bandaríkjunum og var söluverðið 390.000 dollarar. Enginn velti sérstaklega vöngum yfir þessu fyrr en í ljós kom að málverkið hafði ekki komið inn á markaðinn eftir löglegum leiðum.

Samkvæmt frétt New York Times þá átti Alfred Weinberger, gyðingur og safnari, málverkið sem og fleiri málverk eftir Renoir. Liðsmenn Gestapo rændu verkinu eftir að fjölskylda Weinberger flúði frá París til að komast hjá því að lenda í útrýmingarbúðum nasista.

Weinberger reyndi áratugum saman að fá málverkið aftur og naut aðstoðar franskra og þýskra yfirvalda í þeirri baráttu en allt kom fyrir ekki. Hann lést 1977 án þess að hafa séð málverkið aftur. Ekki er vitað hvar það var fyrr en það birtist á sjónarsviðinu 1975 þegar breskt gallerí seldi það á uppboði í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Eftir það var það margoft selt en aldrei hefur verið skýrt frá tengslum nasista við það og breska galleríið hefur verið sagt upprunastaður málverksins.

Síðasti kaupandi verksins fékk sína 390.000 dollara endurgreidda eftir að ljóst var að uppruni málverksins var ekki sá sem hann var sagður vera.

Sylvie Sulitzer, barnabarn og eini erfingi Weinberger, hefur því fengið málverkið í hendurnar en hún sá það í fyrsta sinn á miðvikudaginn þegar það var sýnt við hátíðlega athöfn í Museum of Jewish Heritage í New York.

„Fjölskylda mín flúði frá París til að sleppa frá Gestapo. Ég er mjög þakklát fyrir að geta sýnt fjölskyldu minni, hvar sem hún nú er, að réttlæti er til, eftir allt sem hún hefur þurft að þola.“

Sagði Sulitzer í samtali við New York Times.

Hún sagðist ekki hafa vitað af tilvist málverksins fyrr en fyrir nokkrum árum þegar þýskur lögmaður setti sig í samband við hana. Hann hefur sérhæft sig í að finna verðmæti sem nasistar stálu. Afi Sulitzer hafði aldrei talað um málverkið eða hernám Þjóðverja en Sulitzer ólst upp hjá afa sínum og ömmu.

Hún neyðist hugsanlega til að selja málverkið því samkvæmt frönskum lögum hafði hún fengið greiddar bætur vegna þess en þar sem málverkið er aftur komið í hennar hendur þarf hún að endurgreiða bæturnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Í gær

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?