fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Þolendur presta látnir bera skömmina: „Hún vildi ekki borða því ein kona sagði henni að presturinn væri í fangelsi hennar vegna“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaþólskur prestur frá pólska þorpinu, Kalinowka, var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir barnaníð. Marta Zezula, móðir sem var lykilvitni í málinu gegn honum, segir, í samtali við fréttaveituna Reuters, að samfélagið láti þolendur hans bera skömmina fyrir brotin. Í Póllandi er kirkjan í miklum metum og þolendur þora síður að stíga fram af ótta við samfélagslega útskúfun.

„Við erum nornir vegna þess að við höfum beint fingrum að presti“, sagði Zezula reið og vísar þar til sjálfrar síns auk mæðra hinna þolendanna.  Margir meðlimir í söfnuði prestsins halda því fram að mæðurnar hafi valdið því að saklaus maður var sakfelldur.

Í Kalinowa búa um 170 manns og er þorpið fremur afskekkt. Kirkja hins heilaga kross stendur á hæð sem trónir yfir þorpinu og íbúðar þess eru duglegir að sækja messur.  Einn safnaðarmeðlimur, Krystyna Kluzniak, var á leið til helgiathafnar þegar Reuters náði tali af henni. „Presturinn var svalur og við söknum hans“, sagði hún og bætti við að fólk ætti að standa með prestinum.

Pólsk lög fyrirmuna fréttamönnum að nafngreina prestinn, en hann hefur aftur verið ákærður fyrir barnaníð gegn einn einum þolandanum. Lögmaður hans, Marek Tokarczyk, segir að presturinn hafni öllum ásökunum. „Við þurfum sanngjörn réttarhöld“

Pólland er eitt strangtrúaðasta ríki Evrópu og heyra þar flestir til kaþólsku kirkjunnar. Prestar og kirkjan tóku þátt í baráttunni gegn kommúnisma og aðstoðuðu við að steypa kommúnísku ríkisstjórninni af stóli. Samfélagið er afar trútt kirkjunni sinni og þegar upp koma mál um barnaníð klýfur það heilu samfélögin í fylkingar. Samtökin Verið óhrædd (e. have no fear) starfa sem talsmenn þeirra sem orðið hafa fyrir barnaníði af höndum starfsmanna kirkjunnar. Í október á síðasta ári gáfu samtökin út landakort sem sýndi svart á hvítu hversu víðtækt vandamálið er orðið. Á kortið voru merktir þeir staðir þar sem prestar hefðu verið sakfelldir fyrir barnaníð, allt frá árinu 1956.  Sextíu prestar voru merktir inn á kortið, en þeir höfðu allir verið sakfelldir fyrir brot sín. Eftir að kortið var gefið út höfðu fjöldamargir aðilar samband við samtökin og greindu frá um 300 tilvikum þar sem grunur væri um barnaníð presta sem ekki höfðu verið tilkynnt til kirkjunnar eða yfirvalda. Sögðust þessir aðilar ekki hafa treyst sér í að tilkynna um málin af ótta við að verða útskúfað úr samfélögum sínum.

Í október í fyrra féll jafnframt tímamótadómur hjá pólskum áfrýjunardómstól. Þar voru konu, þolanda prests, dæmdar bætur upp á eina milljón slot, eða um 32 milljónir íslenskra króna. Dómurinn er talinn veita mikilvægt fordæmi og sýna þolendum að þeir standi ekki einir.

Pólskir biskupar gáfu út yfirlýsingu í nóvember þar sem þolendur kirkjunnar voru beðnir fyrirgefningar og jafnframt að kirkjan ætlaði sér að safna saman gögnum til að greina rót vandans og stærð. Erkibiskupinn Wojciech Polak sagðist gera sér grein fyrir að barnaníðsmálin hefðu klofið heilu samfélögin.

„Það er á ábyrgð kirkjunnar að haga málum með þeim hætti að það valdi ekki skiptingu heldur sameini.“

Polak hvatti þolendur til að hafa samband við biskupa sína sem væru skyldugir til að tilkynna öll trúverðug tilfelli til saksóknara.

Ráðstefna verður haldin í Vatíkaninu í febrúar þar sem biskupar víðs vegar að koma saman og ræða meðal annars um leiðir til að vernda börn gegn misnotkun. Skipuleggjendur ráðstefnunnar hafa sagt að nauðsynlegt sé að aðilar beri ábyrgð á eigin gjörðum því annars eigi kirkjan hættu á því að trúverðugleiki hennar glatist.

Reuters ræddi við alls sjö safnaðarmeðlimi í Kalinowka. Flestir viðmælenda þeirra voru hliðhollir prestinum sínum, þrátt fyrir sakfellingu hans.

„Ég á frændmenni sem eiga son sem var í kennslutíma hjá þessum presti og sá hann enga óviðeigandi hegðun,“ sagði Wielslaw Solowiej, eftirlaunaþegi, fyrir utan kirkjuna. Móðir eins þolandans, Jolanta Zych, sagðist mæta fyrirlitningu frá nágrönnum sínum.  „Ég heilsa öllum en sumir horfa ekki einu sinni á mig.“ Önnur móðir, Zezula, sagði Reuters að dóttir hennar hefði hætt að borða eftir réttarhöldin. „Hún vildi ekki borða því ein kona sagði henni að presturinn væri í fangelsi hennar vegna“ Zeula sagði jafnframt að fólk hefði farið að forðast hana og jafnvel neita að taka í höndina á henni við messur. Því hafi hún hætt að mæta í kirkjuna.

Zezula sagði að fólk forðaðist hana eða neitaði að taka í hendina á henni í messu. Hún fer ekki lengur í kirkjuna. Nýi presturinn í Kalinowka vísaði spurningum Reuters á biskupsdæmið en talsmaður biskups sagði að þolendum og fjölskyldum þeirra hefði verið boðið upp á áfalla- og sálfræðihjálp en því boði hafi verið hafnað. Varðandi fjárhagsbætur þá væri það ekki biskupsdæmisins að greiða slíkar út. „Biskupsdæmið getur ekki tekið ábyrgð á aðgerðum prestsins“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“