fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Bílaframleiðandinn Tesla kærður vegna banaslyss

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 17:20

Tesla er vinsæl tegund rafbíla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögfræðistofan Corboy & Demetrio hefur lagt fram kæru gegn bifreiðaframleiðandanum Tesla þar sem þeir halda því fram að gölluð rafhlaða í einni Tesla bifreið hafi valdið banaslysi á síðasta ári þar sem 18 ára drengur lét lífið. Reuters greinir frá þessu

Barrett Riley ók og Edgar Moserratt Martinez var farþegi í bifreið frá framleiðandanum Tesla í maí á síðasta ári en þeir létu báðir lífið þegar bifreiðin lenti á steinsteyptum vegg í Flórída, segir í kærunni.

Kæran kemur frá dánarbúi Martinez.

Lögfræðistofan greindi frá því að aðeins tveimur mánuðum fyrir slysið hafi foreldrar ökumannsins komið fyrir í bifreiðinni forriti frá Teslu sem átti að koma í veg fyrir að bifreiðinni væri ekið yfir ákveðnum hraða. Riley hafði þó látið fjarlægja hraðartakmarkarann á öðru verkstæði Teslu, án vitundar foreldra sinna.

Í kærunni er því einnig haldið fram að bílaframleiðandinn hafi gerst sekur um vanrækslu þegar takmörkunin var fjarlægð.

„Enginn bíll hefði haft af árekstur á slíkum ofsahraða,“ segir Tesla í yfirlýsingu, en þegar slysið varð þá var bifreiðinni ekki á yfir 180 km/klst. Tesla bætir svo við að eftir slysið hafi fyrirtækið, í minningu ökumannsins, boðið Tesla eigendum upp á uppfærslu á bifreiðum þeirra sem með fylgdi möguleiki á hraðatakmörkun.

Í kærunni er því haldið fram að Tesla hafi „misfarist að vara viðskiptavini sína við hættulegu ástandi rafhlöðunnar.“.

Bandaríska umferðaröryggisstofnunin rannsakaði slysið.

Lögfræðistofan segir að kviknað hafi af sjálfsdáðum í yfir tíu Tesla rafhlöðum víðs vegar um heiminn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni