fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Ræninginn valdi vitlaust fórnarlamb – Hefði betur sleppt þessu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 06:32

Ræninginn seinheppni. Mynd:Brasilíska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útlitið getur blekkt og því fékk ræningi í brasilísku milljónaborginni Rio de Janeiros svo sannarlega að kenna á þegar hann reyndi að stela farsíma af konu á laugardagskvöldið. „Fórnarlambið“ var Polyana Viana, sem leggur stund á MMA-bardagaíþróttina, og er óhætt að segja að ræninginn hafi fengið slæma útreið hjá henni áður en honum var komið í hendur lögreglunnar.

Ræninginn sagðist vera með skammbyssu og krafði Viana um farsíma hennar. En þessi 26 ára atvinnubardagakona var ekki á þeim buxunum að láta hann fá símann og greip til sinna ráða. Ræninginn hefur síðan verið hafður að háði og spotti í Brasilíu og víðar fyrir val sitt á fórnarlambi og þeirra maklegu málagjalda sem hann hlaut.

Viana sagði í samtali við mmajunkie.com að maðurinn hafi setið mjög nærri henni þegar hann sagði skyndilega:

„Láttu mig fá símann þinn og ekki reyna neitt því ég er vopnaður.“

Síðan lagði hann höndina yfir það sem átti að vera skammbyssa en það virtist vera of „mjúkt“ að hennar sögn.

„Ég hugsaði með mér að þar sem hann væri svo nálægt mér þá myndi hann ekki ná að hleypa skoti af ef þetta væri raunverulega skammbyssa svo ég hentist upp og kom tveimur höggum og einu sparki á hann. Síðan tók ég hann föstum tökum og sat síðan og beið eftir lögreglunni.“

Polyana Viana og ræninginn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?