fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Pressan

Ræninginn valdi vitlaust fórnarlamb – Hefði betur sleppt þessu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 06:32

Ræninginn seinheppni. Mynd:Brasilíska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útlitið getur blekkt og því fékk ræningi í brasilísku milljónaborginni Rio de Janeiros svo sannarlega að kenna á þegar hann reyndi að stela farsíma af konu á laugardagskvöldið. „Fórnarlambið“ var Polyana Viana, sem leggur stund á MMA-bardagaíþróttina, og er óhætt að segja að ræninginn hafi fengið slæma útreið hjá henni áður en honum var komið í hendur lögreglunnar.

Ræninginn sagðist vera með skammbyssu og krafði Viana um farsíma hennar. En þessi 26 ára atvinnubardagakona var ekki á þeim buxunum að láta hann fá símann og greip til sinna ráða. Ræninginn hefur síðan verið hafður að háði og spotti í Brasilíu og víðar fyrir val sitt á fórnarlambi og þeirra maklegu málagjalda sem hann hlaut.

Viana sagði í samtali við mmajunkie.com að maðurinn hafi setið mjög nærri henni þegar hann sagði skyndilega:

„Láttu mig fá símann þinn og ekki reyna neitt því ég er vopnaður.“

Síðan lagði hann höndina yfir það sem átti að vera skammbyssa en það virtist vera of „mjúkt“ að hennar sögn.

„Ég hugsaði með mér að þar sem hann væri svo nálægt mér þá myndi hann ekki ná að hleypa skoti af ef þetta væri raunverulega skammbyssa svo ég hentist upp og kom tveimur höggum og einu sparki á hann. Síðan tók ég hann föstum tökum og sat síðan og beið eftir lögreglunni.“

Polyana Viana og ræninginn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg hetjudáð 13 ára pilts -Bjargaði 50 skólabörnum sem átti að myrða á Ítalíu

Ótrúleg hetjudáð 13 ára pilts -Bjargaði 50 skólabörnum sem átti að myrða á Ítalíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð ungrar móður: Tveggja ára sonur hennar dó í svefni – Þá byrjuðu árásirnar frá andstæðingum bólusetninga

Martröð ungrar móður: Tveggja ára sonur hennar dó í svefni – Þá byrjuðu árásirnar frá andstæðingum bólusetninga
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sæðið varð prestinum að falli

Sæðið varð prestinum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvenjulegt rán í hraðbanka: Sjáðu hvað hann gerði þegar hann sá stöðuna á bankareikningi konunnar

Óvenjulegt rán í hraðbanka: Sjáðu hvað hann gerði þegar hann sá stöðuna á bankareikningi konunnar