fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Pressan

Trump ætlar ekki að gefa sig með múrinn – Kennir Demókrötum um lokanir ríkisstofnana

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump býður ekki fram neinar lausnir á lokunum ríkisstofnanna í fyrsta ávarpi sínu úr Hvíta húsinu. Donald Trump hefur í fyrsta sinn, í forsetatíð sinni, ávarpað þjóð sína í útsendingu frá skrifstofu hans í Hvíta húsinu. Í ávarpinu fjallaði hann um mikilvægi múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, en bauð landsmönnum sínum ekki upp á neina lausn á erfiðu ástandi í kjölfar lokanna ríkisstofnana. The Guardian fjallaði um málið. 

 

Mikið af ríkisstofnunum Bandaríkjanna hefur verið lokað vegna deilna forseta og þingmanna. Þingið hefur ekki samþykkt hluta fjárlaga fyrir árið því í þeim er gert ráð fyrir fjárútlátum vegna landamæramúrsins sem Trump lofaði kjósendum sínum. Hvorki þingið né Trump virðast vera tilbúin til sátta.

Trump ávarpaði þjóð sína frá Hvíta Húsinu en vék í engu að mögulegum lausnum á deilunni, en vegna deilunnar eru fjárlög um 25% ríkisstofnana ósamþykkt og því hafa þessar stofnanir neyðst til að loka á meðan lausnar er beðið.

Í ávarpi sínu reyndi Trump að vekja hræðslu almennings gegn ólöglegum innflytjendum og ítrekaði áætlanir sínar um að gera landamæramúrinn að veruleika.  Trump kenndi glæpagengjum og miklu magni vímuefna um þúsundir dauðsfalla og gagnrýndi Demókrata.

„Þetta er mannúðarvandi. Vandi hjartans og sálarinnar,“ sagði Trump og lýsti ástandinu á landamærunum. Hann hélt því fram að núverandi innflytjendakerfi gerði illmennum og gengjum tækifæri til misnota innflytjendur, einkum konur og börn.

„Þessi múr er algjörlega nauðsynlegur fyrir landamæravarnir. Þetta er jafnframt það sem þeir sem starfa við landamæravörslu vilja og þurfa,“ sagði forsetinn, en hann ætlar ekkert að gefa eftir til að starfsemi yfirvalda komist í samt lag. „Múrinn verður óbeint borgaður upp með frábærum milliríkjasamningi sem gerður hefur verið við Mexíkó,“ hélt hann áfram, en ríkisstjórn Mexíkó hefur þvertekið fyrir að greiða fyrir múrinn. Trum hélt því jafnframt fram að með byggingu múrs yrði sparnaður vegna þeirra vímuefna sem ekki lengur inn í landið meiri heldur en kostnaðurinn við að byggja hann. „Ríkisstofnanir eru enn lokaðar aðeins vegna þess að demókratar neita að samþykkja fjármögnun landamæravörslu,“ sagði Trump sem vill enga ábyrgð taka því ástandi sem komið er upp í bandarískum stjórnmálum. Trump beindi ákalli til demókrata um að samþykkja fjárlögin. „Þetta mál gæti verið leyst með einum 45 mínútna fundi.“

Talsmaður Hvíta hússins, Nancy Pelosi og leiðtogi minnihluta öldungadeildarþingsins, Chuck Schumer fluttu ræðu í beinni útsendingu frá Hvíta húsinu. Pelosi og Schumer eru bæði andstæð múrnum og hafa hvatt Trump til að opna ríkisstofnanir á meðan umræður halda áfram.

„Því miður er mikið af því sem við höfum heyrt frá Trump forseta í gegnum þessa tilgangslausu stöðvun fullt af röngum upplýsingum og jafnvel meinfýsi líka,“ sagði Pelosi:

„Forsetinn verður að hætta að halda þjóðinni í gíslingu, hætta að búa til vandamál og opna ríkisstofnanir.“

„Við látum ekki stjórnast af skapofsaköstum. Enginn forseti ætti að berja hnefum í borðið og heimta að hann fái sínu fram ellegar stöðvist starfsemi yfirvalda, en það veldur milljónum Bandaríkjamanna skaða,“ bætti Schumer við. „Í nótt og gegnum gangandi alla sína stjórnartíð hefur Trump alið á ótta en ekki staðreyndum. Sundrung en ekki samheldni.“ Schumer sagði enn fremur: „Flestir forsetar hafa nýtt  ávörp embættisins í göfugum tilgangi. Forsetinn notaði rétt í þessu bakgrunn skrifstofu sinnar til að búa til vandamál, ala á ótta og beina athygli almennings frá erfiðleikum ríkisstjórnarinnar.“

Í aðdraganda ávarpsins hafði Hvíta húsið orðið uppvíst af því að fara rangt með staðreyndir. Upplýsingafulltrúi TrumpsSarah Sanders, hélt því fram að fjögur þúsund ,þekktir eða grunaðir, hryðjuverkamenn hefðu verið handsamaðir á landamærunum. Á mánudaginn viðurkenndi ráðgjafi Hvíta hússins svo að þetta hafi verið rangfærsla en flestir einstaklinganna hefðu verið handsamaðir á flugvöllum.

Trump, sem hefur hótað að viðhalda lokununum mánuðum saman, jafnvel árum saman, fer í hádegisverð hjá þingmönnum Repúblikana í dag  og því næst hyggst hann heimsækja landamærin.

Lokun ríkisstofnana hefur varað í 18 daga og er orðin næst lengst slíkra lokanna en engin lausn er í sjónmáli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg hetjudáð 13 ára pilts -Bjargaði 50 skólabörnum sem átti að myrða á Ítalíu

Ótrúleg hetjudáð 13 ára pilts -Bjargaði 50 skólabörnum sem átti að myrða á Ítalíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð ungrar móður: Tveggja ára sonur hennar dó í svefni – Þá byrjuðu árásirnar frá andstæðingum bólusetninga

Martröð ungrar móður: Tveggja ára sonur hennar dó í svefni – Þá byrjuðu árásirnar frá andstæðingum bólusetninga
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sæðið varð prestinum að falli

Sæðið varð prestinum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvenjulegt rán í hraðbanka: Sjáðu hvað hann gerði þegar hann sá stöðuna á bankareikningi konunnar

Óvenjulegt rán í hraðbanka: Sjáðu hvað hann gerði þegar hann sá stöðuna á bankareikningi konunnar