fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Má vekja svefngengla?

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. janúar 2019 21:00

Honum hlýtur að vera kalt þessum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa eflaust heyrt sögur af fólki sem gengur í svefni og pissar á ólíklegustu stöðum, eldar jafnvel mat steinsofandi eða stendur bara og starir. En má vekja þetta fólk, svefngengla? Eflaust hafa margir heyrt að það megi ekki og geti verið stórhættulegt og haft mikil og slæm áhrif á svefngengilinn að vera vakinn.

Í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins um málið var rætt við Poul Jørgen Jennum prófessor í taugafræði og yfirlæknis á svefnlæknisdeild danska ríkissjúkrahússins. Hann segir að það sé bara gömul mýta að ekki megi vekja svefngengla.

„Þú mátt alveg vekja svefngengla. Ef þeir eru að fara að hoppa út um glugga er betra að vekja þá en láta þá halda áfram.“

Hann segir að dæmi séu um að svefngenglar hafi slasast þegar þeir yfirgáfu heimili sín eða hoppuðu út um glugga en það sé sjaldgæft að slíkt gerist. Það sé því engin hætta á ferðum ef svefngengillinn er ekki að gera neitt hættulegt.

Jennum segir að þegar fólk sofnar þá slökkni ekki bara á heilanum. Hann sé með ákveðin eftirlitskerfi sem eru í gangi þrátt fyrir að fólk sofi. Það þurfi að geta brugðist við hættu á borð við eldsvoða nú eða ef barn grætur.

Þessi starfsemi heilans á meðan sofið er gerir það einnig að verkum að fólk getur bylt sér í svefni en þá opnar heilinn fyrir hreyfinga-svæði sitt. Ef það opnast of mikið getur fólk gengið í svefni. Hann segir að það sé yfirleitt hættulaust að ganga í svefni en stundum geti ákveðnir sjúkdómar tengst þessu, til dæmis flogaveiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt