fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Pressan

Dæmdur barnaníðingur játar að hafa myrt JonBenét: „Það var mér að kenna“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 14. janúar 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dæmdur barnaníðingur játar í bréfi að hafa myrt JonBenét Ramsay, 6 ára fegurðardrottingu. Mál JonBenét vakti mikla athygli, hún fannst látin á heimili sínu í Boulder í Colorado í Bandaríkjunum á jólunum 1996. Í fyrstu leit út fyrir að henni hefði verið rænt og á vettvangi fannst langt bréf þar sem krafist var lausnargjalds, síðar sama dag fannst JonBenét látin í kjallaranum.

Ramsay-hjónin voru lengi grunuð um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Patsy lést árið 2006.

Spjótin beindust að foreldrum hennar. Töldu margir dularfullt að mannræningi myndi taka sér langan tíma til að skrifa ítarlegt bréf, á bréfsefni úr húsinu, þar sem krafist var lausnargjalds en skilja hana svo eftir látna í kjallaranum.

Fyrir nokkrum árum beindust svo spjótin að Burke, stóra bróður JonBenét. Ítarleg heimildarmynd um málið sagði það líklegast að Burke hefði orðið systur sinni að bana í ógáti og foreldrar þeirra reynt að hylma yfir með honum. Burke, sem er kominn yfir þrítugt í dag, mætti í kjölfarið í viðtal hjá Dr. Phil þar sem hann bar af sér allar sakir. Hann fór í mál við framleiðendur heimildarmyndarinnar, því máli lauk með samkomulagi nú í byrjun árs. DNA rannsókn útilokar að fjölskyldan hafi orðið henni að bana.

Burke sagði í viðtali við Dr. Phil árið 2016 að hans kenning væri að einhver barnaníðingur hefði séð systur sína í fegurðarsamkeppni og orðið henni að bana.

Nú hefur málið tekið enn einn snúning. Gary Oliva, 54 ára dæmdur barnaníðingur, játar í bréfi til Michael Vail, fyrrum skólafélaga, að hafa orðið JonBenét að bana. Oliva var búsettur nálægt Boulder jólin 1996.

Dauði JonBenét vakti heimsathygli, ekki síst fyrir það að hún var fegurðardrotting aðeins 6 ára gömul.

„Ég hef aldrei elskað eins og ég elskaði JonBenét, samt lét ég hana frá mér og horfði á hana deyja. Það var slys. Trúðu mér. Hún var ekki eins og hinir krakkarnir,“ skrifaði Oliva. Í öðru bréfi til Vail segir hann:

„JonBenét breytti mér og tók úr mér alla illsku. Bara að líta á hennar fríða andlit…,“ segir hann og bætir við allskyns lýsingum af barnaníði. „Hún dó fyrir slysni, það var mér að kenna.“

Oliva, sem sat eitt sinn inni fyrir að hafa myrt eigin móður, afplánar nú 10 ára dóm í Colorado fyrir vörslu á barnaklámi.

Vail grunaði hann alltaf um að vera viðriðinn málið, lét hann lögreglu fá bréfin og hefur tjáð sig um málið við fjölmiðla. Vail segir að þeir hafi verið í stopulu sambandi eftir skóla, Oliva hafi svo hringt í hann 26. desember 1996:

„Hann var grátandi og sagði „Ég meiddi litla stelpu“. Hann sagði mér líka að hann ætti heima á Boulder-svæðinu.“

Vail hafði þá samband við lögreglu, en strax þá var athyglin öll komin á foreldrana. „Ég sagði þeim allt sem vissi um Gary. Þeir höfðu aldrei samband við mig.“

Lögreglan hundsaði ekki ábendinguna, nafn Oliva kom upp í viðtali við fyrrverandi lögreglumann árið 2002 sem sagði Oliva hafa verið á lista yfir grunaða. Málið er enn opið hjá lögreglunni í Boulder, þeirra svör eru eftirfarandi: „Við vitum af, og höfum rannsakað, hugsanleg tengsl Oliva við málið. Við getum ekki tjáð okkur frekar um mál í rannsókn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg hetjudáð 13 ára pilts -Bjargaði 50 skólabörnum sem átti að myrða á Ítalíu

Ótrúleg hetjudáð 13 ára pilts -Bjargaði 50 skólabörnum sem átti að myrða á Ítalíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð ungrar móður: Tveggja ára sonur hennar dó í svefni – Þá byrjuðu árásirnar frá andstæðingum bólusetninga

Martröð ungrar móður: Tveggja ára sonur hennar dó í svefni – Þá byrjuðu árásirnar frá andstæðingum bólusetninga
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sæðið varð prestinum að falli

Sæðið varð prestinum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvenjulegt rán í hraðbanka: Sjáðu hvað hann gerði þegar hann sá stöðuna á bankareikningi konunnar

Óvenjulegt rán í hraðbanka: Sjáðu hvað hann gerði þegar hann sá stöðuna á bankareikningi konunnar