fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Raðmorðingi slær í gegn á YouTube – Dreymir um rólegt líf í ellinni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 18:00

Pedro Rodrigues Filho

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann hefur eytt 42 árum í fangelsi og hefur rúmlega 100 mannslíf á samviskunni. En nú hefur Pedrinho Rodrigues Filho verið sleppt úr fangelsi í Brasilíu. Hann sér mikla möguleika í lífinu eins og má heyra hann segja í myndböndum á YouTube en hann hefur sett eigin YouTuberás á laggirnar ásamt vini sínum. Myndbönd hans hafa fengið margar milljónir áhorfa en í þeim segir hann meðal annars frá morðunum sem hann framdi.

Ofbeldisfull tilvera Filho hófst strax á meðgöngu því þá varð hann fyrir miklum líkamlegum skaða því faðir hans barði móður hans. Filho fæddist 1954 og var höfuðkúpa hans mjög aflöguð vegna ofbeldisins sem móðir hans varð fyrir. Allt frá unga aldri má segja að morð hafi sótt á huga hans.

Hann segir að fyrstu morðhugsanirnar hafi leitað á huga hans þegar hann var 13 ára og ári síðar lét hann verða af því að myrða mann. Það var varabæjarstjórinn í bænum Alfenas sem var fyrsta fórnarlambið en hann hafði rekið föður Filho úr vinnu sem öryggisvörður í skóla en faðirinn var sagður hafa stolið mat úr mötuneytinu. Því næst myrti Filho vinnufélaga föður síns en hann grunaði hann um að vera þjófinn.

Hann flúði því næst til Mogi das Cruzez þar sem hann framfleytti sér með innbrotum. Þar myrti hann fíkniefnasala áður en hann varð ástfanginn af Maria Aparecida Olympia. Þau bjuggu saman þar til hún var myrt af liðsmanni glæpagengis. Morðið gerði hann ofsareiðan og í kjölfarið pyntaði hann og myrti hvern meðlim glæpagengja á fætur öðrum til að komast að hver hefði myrt Maria.

Þegar hann var orðinn 18 ára hafði hann myrt 10 manns en morðferillinn var bara rétt að hefjast. Meðal næstu fórnarlamba hans var faðir hans sem hafði myrt móður hans með sveðju. Filho drap því föður sinn og borðaði hluta af hjarta hans til að fullkomna hefndina.

Hann var handtekinn 1973 og dæmdur í fangelsi. Þar hélt hann áfram að myrða fólk. 2003 hlaut hann 128 ára fangelsisdóm fyrir 71 morð. Hann var þó látinn laus 2007 vegna lagaákvæða um að það megi láta fólk laust til reynslu þegar það hefur setið í fangelsi í 30 ár. Hann var síðan fangelsaður á nýjan leik 2011 og sat í fangelsi þar til á síðasta ári.

Sjálfur segist hann hafa myrt rúmlega 100 manns, þar af 47 í fangelsi. Flest fórnarlömb hans eiga það sameiginlegt með honum að vera forhertir glæpamenn. Þetta hefur orðið til þess að hann hefur orðið mjög vinsæll meðal margra Brasilíumanna og það getur líklegast skýrt vinsældir hans á YouTube að stórum hluta.

Hann nýtur einnig ákveðinnar viðurkenningar hjá hefðbundnum fjölmiðlum. Folha De S. Paolo birti til að mynda viðtal við hann á síðasta ári en blaðið er eitt það stærsta í Brasilíu. Í viðtalinu sagði hann að um hríð hafi hann átt erfitt með nætursvefn ef hann hafði ekki myrt neinn þann daginn. Morðsýki hans varð þess valdandi að hann fékk viðurnefnið Pedrinho Matador sem má þýða sem „Morð-Pedrinho“.

Heimildarmynd um hann er í vinnslu og verður væntanlega tekin til sýninga í febrúar.

Filho segist dreyma um rólegt líf og heitasta ósk hans er að geta keypt sér afskekkt hús þar sem hann getur notið ellinnar í ró og næði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu