fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Bæjarbúar í miklu áfalli – Hrottalegt morð á ungri konu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. febrúar 2019 20:30

Luisa Cutting. Mynd: Radford City Police Department

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útötuð í blóði stóð hún í íbúðinni þegar lögreglumennirnir komu á vettvang. Hún setti hendurnar aftur fyrir bak óumbeðin og sagði: „Handtakið mig.“ Þegar lögreglumennirnir spurðu hana af hverju ætti að handtaka hana svaraði hún bara: „Ég drap hana.“

Þetta gerðist í bænum Radford í Virginíu í Bandaríkjunum á fimmtudaginn. Þetta er lítill háskólabær og eru bæjarbúar í miklu áfalli eftir þennan hörmulega atburð. Luisa Cutting, 21 árs, var þá handtekin grunuð um að hafa orðið bestu vinkonu sinni, Alexa Cannon 20 ára, að bana í íbúð þeirra. Árásin var sérstaklega hrottafengin en Luisa notaði hníf til að bana vinkonu sinni.

Þegar lögreglumennirnir fóru inn í íbúð þeirra vinkvennanna fundu þeir Alexa látna en hún hafði verið stungin margoft. Enn hefur ekki verið skýrt frá hugsanlegum ástæðum fyrir morðinu og vinir og nágrannar sitja eftir og spyrja sig af hverju Luisa drap Alexa. Þær höfðu verið bestu vinkonur síðan þær hittust á fyrsta ári sínu í háskólanum 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu