fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Færðu samþykki áður en þú kitlar ?

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn og grínistinn Russel Brand er andstæður því að börn séu kitluð án þess að þau hafi veitt samþykki fyrir snertingunni. Samkvæmt taugafræðingnum Sophie Scott getur kitl þjónað tilgangi í tengslamyndun umönnunaraðila og barna, sem og alið upp hláturmild og jákvæð börn. Frá þessu greinir á vef TheGuardian sem ræddi við Scott um kitl, en hún er sérfræðingur í hlátri.

Russel Brand ætlar að berja hvern þann sem kitlar ungar dætur hans. Börn þurfi að veita samþykki fyrir því að vera kitluð, annars er brotið gegn sjálfsákvörðunarrétti þeirra og friðhelgi.

Í tilefni af þessum ummælum leitaði The Guardian til Sophie Scott, taugafræðings, sem er kennari við Háskólann í London en Scott er sérfræðingur í því sem veldur hlátri.

Scott segir að kitl sé fyrirbæri sem stuðil að tengslum milli umönnunaraðila og barna. „Kitl er fyrirbæri sem kemur af stað hlátri,“ segir Scott en hún segir að fyrsti hlátur mannfólks og annarra spendýra eigi sér yfirleitt stað í kjölfar kitls. En hvers vegna veldur kitl hlátri? „Snerting er flókið fyrirbæri,“ segir hún. Mismunandi viðtakar undir húðinni senda boð til dæmis um ertingu eða sársauka. „Kitl virðist vera boð sem heilinn þinn fær um að tilfinningin komi frá einhverjum öðrum en þér,“ segir Scott og bætir við að þess vegna geti fólk yfirleitt ekki kitlað sjálft sig.

Rannsóknir á rottum sýna, samkvæmt Scott, að kitl geti haft fleiri jákvæðar afleiðingar en hlátur. „Við þekkjum það frá rottum að því meir sem þær eru kitlaðar sem ungar, þeim mun meira hlæja þær á fullorðinsárunum og verða líka þeim mun jákvæðari – innan þess ramma þó að vera rottur.“

Kitl getur líka þjónað þeim tilgangi að kenna börnum um mörk í samskiptum. Þegar þú hefur verið kitlaður það oft af einhverjum að þú ert orðinn vanur því þá getur einfaldlega nægt að viðkomandi sé alveg að fara að kitla þig, til að þú farir að hlæja. Það er, líkamlega snertingin er orðin óþörf til að koma hlátrinum af stað.

Ef þú ert þó sammála Russel Brand, þá segir Scott að aðrar leiðir séu færar sem skili áþekkum árangri og kitl. Gamli góði gægjuleikurinn þar sem umönnunaraðili setur hendur fyrir andlitið til að gabba barnið, sem verður svo dauðslifandi fegið þegar hendurnar eru fjarlægðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu