fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Harmleikur á Englandi – Heyrði skaðræðisöskur barnanna á meðan þau urðu eldinum að bráð

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 15:40

Systkinin fimm. Aðeins það yngsta lifði af.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skelfilegur harmleikur átti sér stað í Englandi í nótt þegar íbúðarhús varð alelda. Í húsinu bjuggu hjón ásamt fimm börnum sínum. Fjögur barnanna létust í harmleiknum. Frá þessu er greint á vef The Daily Mail.

Börnin sem létust voru 8, 6, 4 og 3 ára. Foreldrarnir sluppu ásamt yngsta barninu.

Vinir fjölskyldunnar eru harmi slegnir og hafa lagt tuskudýr og blóm við vettvanginn til að minnast þeirra látnu.

Nágranni fjölskyldunnar, Wendy Pickering, hefur líst því hvernig hún heyrði skaðræðisöskur barnanna á meðan þau urðu eldinum að bráð.

„Þau voru öll yndisleg, hamingjusöm og hress og full af gleði.  Einn drengjanna fylgist gjarnan með mér þegar ég var að viðra hundinn minn og vinkaði mér frá svefnherbergisglugga sínum.“

„Ég get ekki trúað því að þau séu látin. Þessi börn voru alveg ofboðsslega mikil krútt. Þetta er hörmulegt.“

Á miða við brunarústirnar, við hlið tuskudýrs, stendur : „Hvílið í friði litlu börn, lífið er grimmt. Hugur okkar er með fjölskyldunni á þessum erfiða tíma.“

Talið er að móðir barnanna hafi náð að koma sér út úr logandi húsinu og kallað á aðstoð nágranna. Faðir barnanna stökk í kjölfarið út um gluggan, með yngsta barnið í fanginu.

Upptök eldsins eru talin hafa verið í einu barnaherberginu.

 

Húsið varð fljótt alelda og fjögur börn létust.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu