fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Skrítin málaferli sonar gegn foreldrum – samþykkti aldrei að fæðast

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undarleg málaferli munu líklega eiga sér stað á Indlandi á næstunni þegar maður á þrítugsaldri lögsækir foreldra sína fyrir sína eigin fæðingu. Raphael Samuel veittir foreldrum sínum aldrei samþykki fyrir því að verða til, fæddur og alinn inn í þennan heim, og á þeim grundvelli hyggst hann lögsækja sína eigin foreldra.

Raphael, sem kemur frá Mumbai, Indlandi, flokkast sem and-þjóðernissinni, það er hann trúir því staðfastlega að börn eigi ekki að vera látinn ganga í gegnum það að lifa. Þetta viðhorf kemur lesendum líklega spánskt fyrir sjónir. Hvernig viðheldur mannkynið sér ef við hættum að fjölga okkur? En það er nákvæmlega það sem Raphael vill, meðvitaða ákvörðun um útrýmingu mannkyns, en svo kallar hann samtök sem hann tilheyrir sem einnig hafa verið nefnd : „Hættið að búa til börn“- hreyfingin.

„Ég vil að öll Indversk börn viti að þau skulda foreldrum sínum ekki neitt,“ sagði Raphael í samtali við miðilinn The Print. „Ég elska foreldra mína og við erum mjög náin en þau eignuðust mig fyrir sína eigin gleði og ánægju. Lífið mitt hefur verið æðislegt en ég sé enga ástæðu fyrir því að búa til annað líf og láta það ganga í gegnum skólakerfið, atvinnuleit, einkum þegar þetta tiltekna líf bað aldrei um að verða til.“

Raphael heldur úti Facebook síður þar sem hann dreifir boðskap sínum og þar hefur hann látið falla setningar á borð við:

„Að neyða barn í þennan heim og neyða það til að vinna, er það ekki form af mannráni og þrældómi?“

„Foreldrar þínir eignuðust þig í staðinn fyrir að kaupa sér dót eða fá sér hund, þú skuldar þeim ekkert. Þú ert skemmtiefni þeirra“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig