fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Er þetta undarlegasta málssókn síðari tíma? Saksækir foreldra sína fyrir að hafa eignast hann án hans samþykkis

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. febrúar 2019 06:59

Raphael Samuel. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raphael Samuel, 27 ára, frá Mumbai á Indlandi virðist vera ósáttur við að hafa verið borinn í þennan heim. Hann hefur stefnt foreldrum sínum fyrir dóm fyrir að hafa eignast hann án hans samþykkis.

Hann telur rangt að láta óviljugt barn ganga í gegnum þá „vitleysu“ sem lífið er til að gleðja foreldra sína. Hann hefur líkt barneignum við „mannrán og þrælahald“.

Á Facebooksíðu sinni spurði hann fylgjendur sína nýlega af hverju fólk sé verðlaunað af samfélaginu fyrir að stunda óvarið kynlíf. Hann hefur ratað í fréttirnar öðru hvoru fyrir þessar óvenjulegu skoðanir sínar.

Hann tilheyrir hinni svokölluðu „anti-natalist“ hreyfingu í Indlandi en hún hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarin misseri. Í henni er ungt fólk sem er ósátt við þann samfélagslega þrýsting sem er á það um að eignast börn.

Eitt af innleggjum Samuel í umræðuna.

Í samtali við The Print sagði Samuel að hann elski foreldra sína og samband þeirra sé gott en þau hafi eignast hann sér til gleði og ánægju. Hann sjái þó enga ástæðu til að eignast barn sjálfur til þess að láta það ganga í gegnum þá vitleysu sem lífið er. Sérstaklega í ljósi þess að börn biðji ekki sjálf um að vera búin til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu