fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019
Pressan

Loftslagsvandinn sem þú hefur aldrei heyrt um – „Þriðji pólinn“ bráðnar á methraða

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. febrúar 2019 19:00

Himalaya. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar skýrslu sína að þriðjungur jökla í Himalayfjöllunum verður bráðnaður um næsta aldamót. Það mun gerast jafnvel þótt mannkyninu takist að halda hnattrænni hlýnun á því stigi sem hún hefur nú náð og þannig koma í veg fyrir frekari hlýnun.

Himalayafjöllin hafa stundum verið nefnd „þak heimsins“ enda eru þau hæsti fjallgarður heimsins. Vísindamenn nefna þau einnig stundum „þriðja pólinn“ því þar er þriðja mesta magn íss í heiminum en aðeins er meira af ís á Norðurheimsskautinu og Suðurskautinu.

Vísindamennirnir, sem gerðu skýrsluna, segja að niðurstöðurnar séu sláandi því bráðnunin muni hafa áhrif á aðgengi milljóna manna að drykkjarvatni og vatni til landbúnaðar.

„Þetta er loftslagsvandinn sem þú hefur aldrei heyrt um. Í bestu útgáfu heimsins, þar sem við notum mestu bjartsýni varðandi loftslagsbreytingarnar, þá munum við missa þriðjung jöklanna og það hefur mikinn vanda í för með sér. Þessi uppgötvun er okkur mikið áfall.“

Sagði Philippus Wester, einn skýrsluhöfunda, í samtali við The Guardian.

Skýrslan er sú umfangsmesta sem gerð hefur verið um jöklana í Himalaya en 200 vísindamenn unnu að gerð hennar í fimm ár.

Himalayafjallgarðurinn nær frá Afganistan í vestri til Kína í austri. Fjöllin og jöklarnir eru uppspretta vatns í mörgum af stærstum ám heimsins, þar á meðal Ganges á Indlandi, Mekong í Taílandi og Jangtze og Gulá í Kína. Í heildina búa tveir milljarðar manna á þeim svæðum sem vatnið frá Himalaya skiptir miklu máli varðandi matvæla- og orkuframleiðslu sem og sem drykkjarvatn.

Frá áttunda áratug síðustu aldar hafa jöklarnir í Himalaya misst 15 prósent af ísmagni sínum. Ef það tekst að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður munu jöklarnir samt sem áður hafa misst 36 prósent af ísmagni sínu um næstu aldamót. Ef allt fer á versta veg munu þeir jafnvel hafa misst tvo þriðju af ísmagni sínu um næstu aldamót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 4 dögum

Straumhvörf í Asíu – Taívan heimilar samkynhneigðum að ganga í hjónaband

Straumhvörf í Asíu – Taívan heimilar samkynhneigðum að ganga í hjónaband
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur sig hafa leyst dulmálið í einni sérkennilegustu bók heims

Telur sig hafa leyst dulmálið í einni sérkennilegustu bók heims