fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Sparnaður kemur Barbí á réttan kjöl

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 10. febrúar 2019 14:00

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn í þrjú ár hefur leikfangafyrirtækinu Mattel, sem framleiðir meðal annars Barbídúkkurnar vinsælu, tekist að koma fjárfestum á óvart með uppgjöri sínu.

Velta fyrirtækisins á fjórða fjórðungi síðasta árs var 1,52 milljarðar dollara en spáð hafði verið að hún yrði 1,44 milljarðar. Þetta þýðir að það var 20 milljón dollara hagnaður af rekstrinum en spáð hafði verið 53 milljón dollara tapi. Fjárfestar tóku þessum tíðindum vel og hækkuðu hlutabréf í fyrirtækinu um 13,9 prósent í kjölfarið.

Uppgjörið bendir til að Mattel sé á leið út úr krísunni sem gjaldþrot leikfangaverslunarkeðjunnar Toys“R“US hratt af stað 2018. Fyrirtækið spáir því að áhrifanna verði hætt að gæta á síðari helmingi þessa árs.

Þessi góða rekstrarniðurstaða náðist með miklum sparnaði en hann nam 521 milljón dollara á síðasta ári. Á þessu ári er reiknað með að sparnaðurinn skili sér í bættri afkomu upp á 650 milljónir dollara.

Þá hefur sala á Barbídúkkum aukist en söluaukningin var 12 prósent á fjórða ársfjórðungi 2018 og var salan 1,1 milljarður dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu