fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Gætu mokað inn seðlum á bráðnun Grænlandsjökuls

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri rannsókn gætu Grænlendingar orðið einn stærsti útflytjandi sands í heiminum ef Grænlandsjökull heldur áfram að bráðna. Það velkist enginn í vafa um það að íshellan á Grænlandsjökli hefur minnkað töluvert á undanförnum árum vegna hlýnunar jarðar.

Undir jöklinum leynist mikill sandur og möl en sandiðnaðurinn veltir ótrúlegum fjármunum á ári hverju. Mikill sandur berst fram að ströndum landsins, samhliða bráðnun íshellunnar, en að mati vísindamanna er útflutningsverðmæti hans hátt í hundrað milljarðar króna á ári. Þetta mun aðeins aukast samhliða bráðnun Grænlandsjökuls.

Reuters fjallaði um þetta og vísaði í niðurstöður norskra og bandarískra vísindamanna sem birtu niðurstöður sínar í tímaritinu Nature Sustainability.

Í frétt Reuters kemur fram að sandiðnaðurinn í heiminum hafi velt 99,5 milljörðum Bandaríkjadala, tólf þúsund milljörðum króna, árið 2017. Skortur er á sandi í heiminum og því mun verð á honum líklega aðeins hækka á næstu árum og áratugum. Gera áætlanir ráð fyrir að þessi iðnaður muni velta 480 milljörðum Bandaríkjdala árið 2100.

Sandur er til margra hluta nytsamlegur, til dæmis til að búa til steypu og þá er gler búið til úr bráðnum sandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu