fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amy Murray, fertugur hjúkrunarfræðingur í Jefferson City-fangelsinu í Missouri í Bandaríkjunum, gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi vegna morðs á eiginmanni sínum.

Amy þessi er sögð hafa haldið framhjá eiginmanni sínum með fanga í fangelsinu. Hún hafi verið orðin yfir sig ástfangin af honum og að lokum brugðið á það ráð að koma eiginmanni sínum, Joshua Murray, fyrir kattarnef.

Lík Joshua fannst á heimili þeirra hjóna eftir að eldur kviknaði í húsinu þann 11. desember síðastliðinn. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að Joshua var þegar látinn þegar eldurinn kviknaði og leiddi krufning í ljós að hann hafði innbyrt frostlög sem líklega varð honum að bana.

Lögregla segir að Amy hafi skipulagt morðið, allt í þeim tilgangi að geta gengið í hjónaband með umræddum fanga, Eugene Claypool sem afplánar lífstíðardóm í fangelsinu. Eugene var dæmdur fyrir að drepa 72 ára lottóvinningshafa árið 2001.

Á upptökum á símtölum milli Amy og Eugene heyrist Amy tjá sig um hjónabandið; að hún vilji skilja við eiginmann sinn. Í öðru símtali sagði Amy að leiðin fyrir þau væru greið til að ganga í hjónaband þar sem „eiginmaðurinn væri nú látinn og úr sögunni“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?