fbpx
Þriðjudagur 26.mars 2019
Pressan

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amy Murray, fertugur hjúkrunarfræðingur í Jefferson City-fangelsinu í Missouri í Bandaríkjunum, gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi vegna morðs á eiginmanni sínum.

Amy þessi er sögð hafa haldið framhjá eiginmanni sínum með fanga í fangelsinu. Hún hafi verið orðin yfir sig ástfangin af honum og að lokum brugðið á það ráð að koma eiginmanni sínum, Joshua Murray, fyrir kattarnef.

Lík Joshua fannst á heimili þeirra hjóna eftir að eldur kviknaði í húsinu þann 11. desember síðastliðinn. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að Joshua var þegar látinn þegar eldurinn kviknaði og leiddi krufning í ljós að hann hafði innbyrt frostlög sem líklega varð honum að bana.

Lögregla segir að Amy hafi skipulagt morðið, allt í þeim tilgangi að geta gengið í hjónaband með umræddum fanga, Eugene Claypool sem afplánar lífstíðardóm í fangelsinu. Eugene var dæmdur fyrir að drepa 72 ára lottóvinningshafa árið 2001.

Á upptökum á símtölum milli Amy og Eugene heyrist Amy tjá sig um hjónabandið; að hún vilji skilja við eiginmann sinn. Í öðru símtali sagði Amy að leiðin fyrir þau væru greið til að ganga í hjónaband þar sem „eiginmaðurinn væri nú látinn og úr sögunni“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nóttin sem tónlistin dó

Nóttin sem tónlistin dó
Í gær

Framkvæmdastjórinn hættir hjá SVFR

Framkvæmdastjórinn hættir hjá SVFR
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rúður sprungu í sex kílómetra radíus

Rúður sprungu í sex kílómetra radíus
Pressan
Fyrir 3 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gamli maðurinn fór daglega að leiði konu sinnar – Dag einn fylgdi sonurinn á eftir og sá hvað hann gerði

Gamli maðurinn fór daglega að leiði konu sinnar – Dag einn fylgdi sonurinn á eftir og sá hvað hann gerði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Minni líkur á að Evrópubúar og Bandaríkjamenn fái elliglöp en áður

Minni líkur á að Evrópubúar og Bandaríkjamenn fái elliglöp en áður
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“