fbpx
Þriðjudagur 26.mars 2019
Pressan

92 ára maður tilkynnti innbrot – Lögreglan gerði skelfilega uppgötvun heima hjá honum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 06:53

Lögreglumenn við heimili Louis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki ýkja margir uppgjafahermenn, sem börðust í síðari heimsstyrjöldinni, á lífi í dag. En einn þeirra, sem enn eru á lífi, er Louis C. Hicks sem er 92 ára. Hann barðist með bandarískum hersveitum í Evrópu og getur því stoltur sagt að hann hafi tekið þátt í að verja Evrópu fyrir oki nasismans.

Louis býr í Texas í Bandaríkjunum. Nýlega uppgötvaði hann að verkfærum hafði verið stolið úr skúr á baklóð hans. Hann tilkynnti þetta til lögreglunnar í þeirri von að lögreglan gæti haft uppi á þjófinum en hann vildi gjarnan fá verkfærin sín aftur.

Chasity Salazar, lögreglukona, var send heim til Louis til að afla frekari upplýsinga. Hún vildi endilega skoða sig um í húsi Louis þrátt fyrir að hann væri tregur til að leyfa henni það en hann lét undan og hún fór hring um hús hans. Hún sagði ekki neitt en Louis hafði áhyggjur af að hún myndi uppgötva hvað hann gerði í eldhúsinu. En Chasity virtist ekki hafa neinar áhyggjur af því og honum var létt. Hún yfirgaf hann síðan og lofaði að ónáða hann ekki aftur.

En Louis hafði ekki hugmynd um að Chasity hafði sett sig í „rannsóknarlögreglumannsgírinn“ heima hjá honum og ekkert hafði farið framhjá henni. Hún hafði svo sannarlega í hyggju að snúa aftur og þá með gjöf meðferðis til að koma í veg fyrir hugsanlegar hörmungar.

Það hafði ekki farið framhjá Chasity að Louis lét loga á eldavélinni, sem er gaseldavél, til að halda hita á sér. Þetta býður auðvitað hættunni heim enda gaseldavélar ekki ætlaðar til húsaupphitunnar. Hún leitaði því til vinnufélaga sinna og fleiri og safnaði peningum sem dugðu til að kaupa hitunartæki handa Louis.

Eldavélin sá um að hita húsið upp.

Því næst fór Chasity með nokkrum öðrum lögreglumönnum heim til Louis til að afhenda honum hitunartækið. Þetta kom honum algjörlega í opna skjöldu og streymdu tárin niður kinnar hans. Hann er af gamla skólanum og vill ekki vera nein byrði og hafði því ekki leitað aðstoðar til að verða sér úti um hitunartæki.

„Enginn hefur nokkru sinni gert neitt þessu líkt fyrir mig. Eftir að móðir mín lést og skildi mig eftir einan með systur mínar tvær hefur enginn nokkru sinni gert neitt fyrir mig. Ég skammast mín fyrir að biðja um hjálp, ég hata það. Ég er sannur uppgjafahermaður og of stoltur til að biðja um hjálp.“

Sagði Louis í samtali við KVUE. Hann sagði að gamla hitunartækið hans hafi brennt gat á gólfið og því hafi hann hætt að nota það. Takmörkuð fjárráð hans urðu síðan til að hann neyddist til að nota gaseldavélina til að kynda húsið.

Louis tekur við hitunartækinu.

Í kjölfarið á þessu fóru fleiri lögreglumenn að venja komur sínar til Louis og hafa aðstoðað hann við eitt og annað sem þurfti að gera á heimilinu. Þeir hafa sinnt lagfæringum og endurbótum á húsinu og segja að það sé ekkert nema ánægjulegt að heimsækja Louis og aðstoða hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur