fbpx
Þriðjudagur 26.mars 2019
Pressan

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur fólk til að vera á varðbergi vegna falsaðs krabbameinslyfs sem er í umferð í Evrópu og Ameríku. Um er að ræða parasetamól sem búið er að pakka í umbúðir af Iclusig, lyfi sem notað er við hvítblæði.

„Þetta er hættulegt og við höfum áhyggjur af þessu,“ segir Michael Deats í samtali við breska blaðið The Guardian. Michael fer fyrir deild innan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem skoðar fölsuð lyf.

Michael segir að það sé algengt að sjá til dæmis fölsuð sýklalyf í umferð en öllu óalgengara sé að sjá fölsuð krabbameinslyf á markaði – þó það sé ekki óþekkt.

Lyfið vakti grunsemdir heildsala í Sviss og létu svissnesk heilbrigðisyfirvöld Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina vita. Prófun leiddi í ljós að lyfið var falsað og innihélt aðeins parasetamól.

Michael segir að glæpamenn sem standa fyrir þessu reyni að koma lyfjunum í verð á netinu og einblíni á markaði þar sem lyfið er illfáanlegt eða ekki niðurgreitt af heilbrigðisyfirvöldum. „Þeir sem sækja í þessi lyf vilja fá lækningu en í staðinn fá þeir bara verkjalyf.“

Michael segir að sú staðreynd að lyfið sé í umferð veki ákveðnar áhyggjur. Hann bendir á að líkurnar á því að lyfið komist í umferð á stærri mörkuðum, til dæmis í Bretlandi, séu litlar. Þó sé nauðsynlegt að vera á varðbergi því dæmi séu um að lyfsalar í Bretlandi kaupi lyf af mörkuðum þar sem lyfin eru ódýr. „Við vitum ekki hversu mikið þetta er og þess vegna þurfa allir að vera vakandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nóttin sem tónlistin dó

Nóttin sem tónlistin dó
Í gær

Framkvæmdastjórinn hættir hjá SVFR

Framkvæmdastjórinn hættir hjá SVFR
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rúður sprungu í sex kílómetra radíus

Rúður sprungu í sex kílómetra radíus
Pressan
Fyrir 3 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gamli maðurinn fór daglega að leiði konu sinnar – Dag einn fylgdi sonurinn á eftir og sá hvað hann gerði

Gamli maðurinn fór daglega að leiði konu sinnar – Dag einn fylgdi sonurinn á eftir og sá hvað hann gerði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Minni líkur á að Evrópubúar og Bandaríkjamenn fái elliglöp en áður

Minni líkur á að Evrópubúar og Bandaríkjamenn fái elliglöp en áður
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“