fbpx
Þriðjudagur 26.mars 2019
Pressan

Óskað var eftir aðstoð lögreglu – Ekkert gat undirbúið lögreglumanninn fyrir þá sjón sem mætti honum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 07:19

Heimili John.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allan sinn feril innan lögreglunnar í Poteau í Oklahoma hafði Jody Thompson unnið mikið með mál barna sem hafa orðið fyrir ofbeldi og kynferðisofbeldi. Eins og gefur að skilja hafði hann séð og heyrt ýmislegt í tengslum við þetta en öll hans reynsla hafði ekki undirbúið hann undir þann hrylling sem mætti honum dag einn þegar hann sinnti útkalli vegna heimilisofbeldis.

Allt hófst þetta þegar Jody var á vakt dag einn. Í talstöðinni var tilkynnt um heimilisofbeldi á varðsvæði hans og þurfti að bregðast skjótt við. Það gerði Jody og fór rakleiðis að húsinu sem um ræddi. Á leiðinni á vettvang heyrði hann upptöku af símhringingunni til neyðarlínunnar leikna í talstöðinni. Það var örvæntingarfull rödd sem sagði að foreldrar væru að drepa barn sinn. Þegar Jody kom á vettvang mætti honum hræðileg sjón sem nísti hann í hjartastað.

Þetta var á apríldegi 2015. Jody, sem er fyrrum hermaður, hafði þá starfað sem lögreglumaður í 16 ár. Hann vissi sem var að útköllin eru ekki alltaf eins alvarleg og þau hljóma í upphafi. En í þetta sinn var svo sannarlega um mikla alvöru að ræða. Það vissi hann um leið og hann kom inn í húsið.

Inni í húsinu sá hann hræddan og ringlaðan átta ára dreng sem var bundinn á höndum og fótum með kaðli. Drengurinn var augljóslega vannærður. Hann var þakinn marblettum. Foreldrar hans höfðu sett hann í rusalfötu fulla af ísvatni.

Það var augljóst að pilturinn hafði verið pyntaður gróflega. Hann skalf svo mikið af kulda og var í losti að hann gat ekki talað. Þegar þarna var komið við sögu vissi Jody að hann gæti aldrei nokkru sinni yfirgefið drenginn. Einhver sérstök tilfinning helltist yfir hann sem sagði honum að hann yrði að vernda drenginn, sama hvað það kostaði.

Þrátt fyrir að hann væri nánast við dauðans dyr og gæti ekki talað þá var eitthvað við drenginn sem minnti Jody á hans eigin börn en hann átti tvö börn með eiginkonu sinni, Jeannie.

John og Jody.

Drengurinn, sem heitir John, var strax fluttur á sjúkrhús og lagður inn á gjörgæsludeild enda var hann í lífshættu. Jody var við hlið hans allan tímann.

„Ég hét honum að honum yrði aldrei aftur unnið mein, hann væri hjá mér. Hann hélt áfram að segja: „Þau drepa mig, þau drepa mig, þau drepa mig.“

Fljótlega varð ljóst að sérstakt samband hafði myndast á milli Jody og John. Jody var frelsisengill hans og var við sjúkrabeð hans dag og nótt.

Þegar röntgenmyndir voru teknar af John sáu læknar að hann var svo magur að hægt var að greina öll rifbein hans og axlirnar stóðu út. Hann vó tæplega 27 kíló. Við réttarhöld vegna málsins sagði einn læknanna að hann hefði ekki fundið svo mikið sem eina tommu á líkama John sem ekki var með marbletti eða aðra áverka eftir misþyrmingarnar.

Ákvörðun tekin innan sólarhrings

Á meðan John barðist fyrir lífi sínu fyrstu nóttina á sjúkrahúsinu sat Jody við hlið hans og var í sambandi við Jeannie vegna málsins. Þau tóku þá sameiginlegu ákvörðun að ættleiða John. Þetta var tæpum sólarhring eftir að Jody hafði brugðist við útkallinu á heimili John. Aðeins tveimur sólarhringum eftir að John flutti til þeirra komust þau að því að þau áttu sjálf von á þriðja barni sínu.

Á síðasta ári var staðan hjá John orðin allt önnur og betri. Hann hefur náð miklum árangri í að sigrast á þeim áföllum sem hann varð fyrir í umsjá foreldra sinna. Í dag fær hann þá ást og hlýju sem hann þarf á að halda hjá nýju fjölskyldunni sinni, fjölskyldu sem elskar hann. Honum gengur vel í skóla og er einn besti nemandinn í sínum bekk.

John og Jody.

Í litlum bæ eins og Poteau þekkja allir alla en samt sem áður tókst Jody og fjölskyldu hans að halda ættleiðingunni leyndri. Jody vildi gera það til að vernda John á meðan hann væri að aðlagst nýju lífi og vildi að hann gæti alist upp í friði fyrir athygli fjölmiðla. Sjálfur vildi hann alls ekki koma fram í fjölmiðlum eða vera hrósað fyrir það sem hann gerði.

„Líffræðilegu börnin mín vissu heldur aldrei alla söguna, þau héldu bara að við hefðum tekið John með heim dag einn því hann hefði vantað heimili.“

Þar með lauk sögunni ekki

En sögunni var ekki þar með lokið. Á meðan á ættleiðingarferlinu stóð komst Jody að því að móðir John hafði eignast litla stúlku í fangelsinu en ekki þarf að undra að foreldrar hans voru dæmdir í fangelsi fyrir níðingsskapinn gagnvart John. Jody og Jeannie hikuðu ekki í eina mínútu og fóru beint á sjúkrahúsið og sóttu nýfæddu stúlkuna. Hún var ekki orðin sólarhringsgömul þegar hún var tekin frá móður sinni og afhent Jody og eiginkonu hans.

Þau ættleiddu hana og elst hún því upp með albróður sínum og fóstursystkinum við gott atlæti.

Þegar KFSM Fort Smith fjallaði nýlega um málið og ræddi við Jody um þennan örlagaríka dag þegar hann kom á heimil John og hvort hann hefði þá vitað að hann varð að horfa á verðandi son sinn sagði hann:

„Þegar ég sá hann . . . . þegar ég sá hann í þessu húsi, þá vissi ég það.“

John og systir hans eru lánsöm því þau hafa fengið nýtt tækifæri í lífinu, eitthvað sem þau hefðu örugglega ekki fengið ef þau hefðu verið áfram hjá foreldrum sínum.

Hjónin með hluta af barnahópnum.

Jody segist vonast til að þessi frásögn geti aukið vitneskju fólks um öll þau börn sem þarfnast aðstoðar og öryggis.

Fjölmiðlar komust nýverið á snoðir um málið þegar Jody var sæmdur heiðursverðlaunum fyrir það sem hann gerði fyrir John og systur hans.

„Við vildum ekki að þetta yrði opinbert. Við sögðum ekki frá þessu.“

Sagði hógvær Jody.

Jeannie og börnin.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nóttin sem tónlistin dó

Nóttin sem tónlistin dó
Í gær

Framkvæmdastjórinn hættir hjá SVFR

Framkvæmdastjórinn hættir hjá SVFR
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rúður sprungu í sex kílómetra radíus

Rúður sprungu í sex kílómetra radíus
Pressan
Fyrir 3 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gamli maðurinn fór daglega að leiði konu sinnar – Dag einn fylgdi sonurinn á eftir og sá hvað hann gerði

Gamli maðurinn fór daglega að leiði konu sinnar – Dag einn fylgdi sonurinn á eftir og sá hvað hann gerði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Minni líkur á að Evrópubúar og Bandaríkjamenn fái elliglöp en áður

Minni líkur á að Evrópubúar og Bandaríkjamenn fái elliglöp en áður
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“