fbpx
Þriðjudagur 26.mars 2019
Pressan

Lyktin í þessum smábæ er að gera íbúa brjálaða

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 16. febrúar 2019 06:00

Steve Ryan er ekki skemmt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í smábænum St. Mary‘s á Nýfundnalandi hafa ekki átt sjö dagana sæla undanfarinn áratug eða svo. Skelfilegur óþefur hefur plagað þá 400 einstaklinga sem eiga heima í bænum og horfur á að þetta muni breytast til hins betra eru ekki ýkja góðar.

Þannig er mál með vexti að árið 1990 var stofnað fyrirtæki í útjaðri bæjarins, Atlantic Seafood Sauce Co. Eins og nafnið kannski gefur til kynna framleiddi fyrirtækið fiskisósu úr sjávarafurðum fyrir Asíumarkað. Þeir sem hafa fundið lyktina af fiskisósu vita ef til vill að hún er ekki beint góð þó hún, í takmörkuðu magni, sé ómissandi í ýmsum réttum, til dæmis Pad-Thai-núðluréttinum vinsæla. En það er önnur saga.

Fyrirtækið var býsna stórt og var fiskisósan framleidd í alls 150 tönkum sem hver um sig gat geymt 12 þúsund lítra af sósu. Árið 2001 ákváðu heilbrigðisyfirvöld að stöðva starfsemina tímabundið vegna gruns um að ekki væri farið eftir settum reglum við framleiðsluna. Síðar kom í ljós að allt var samkvæmt bókinni en framleiðslan fór ekki aftur af stað. Eftir sat gríðarlegt magn af fiskisósu í tönkum fyrirtækisins.

Eftir því sem árin hafa liðið hefur lyktin versnað ár frá ári og er það ekki síst vegna þess að tankarnir eru margir hverjir farnir að leka hressilega. Íbúar segja að lyktin sé næsta óbærileg og hefur bæjarstjórinn, Steve Ryan, hvatt þá sem heimsækja bæinn að koma á bílum sem fólki er alveg sama um.

Tankarnir hafa raunar lekið í nokkuð mörg ár og árið 2016 var farið í framkvæmdir til að reyna að stöðva lekann. Bæjaryfirvöld þurftu að hætta við þá tiltekt þar sem deilur komu upp um hvað ætti að gera við úrganginn. Ryan segir að tankarnir hafi síðan verið fylltir af steypu en það hafi ekki að öllu leyti komið í veg fyrir leka.

Ryan segir að hann hafi eitt sinn talað við forsvarsmann fyrirtækis sem sérhæfir sig í hreinsunum af ýmsu tagi. Sá mætti á vettvang en hætti snarlega við þegar hann skoðaði aðstæður. „Honum brá því á svæðinu er ótrúlega mikill úrgangur en merkilegt nokk engin meindýr sjáanleg. Þau vita og skynja hvenær eitthvað er eitrað,“ segir hann.

Í frétt Canadian Press kemur fram að ráðast þurfi í allsherjartiltekt á svæðinu en það verður ekki ókeypis. Er áætlað að kostnaðurinn við hreinsunina geti numið hundrað milljónum króna – og það er eitthvað sem 400 manna bær ræður illa við að borga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nóttin sem tónlistin dó

Nóttin sem tónlistin dó
Í gær

Framkvæmdastjórinn hættir hjá SVFR

Framkvæmdastjórinn hættir hjá SVFR
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rúður sprungu í sex kílómetra radíus

Rúður sprungu í sex kílómetra radíus
Pressan
Fyrir 3 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gamli maðurinn fór daglega að leiði konu sinnar – Dag einn fylgdi sonurinn á eftir og sá hvað hann gerði

Gamli maðurinn fór daglega að leiði konu sinnar – Dag einn fylgdi sonurinn á eftir og sá hvað hann gerði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Minni líkur á að Evrópubúar og Bandaríkjamenn fái elliglöp en áður

Minni líkur á að Evrópubúar og Bandaríkjamenn fái elliglöp en áður
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“