fbpx
Þriðjudagur 26.mars 2019
Pressan

Vanþakklát kona – Ók út af – Stal síðan bíl þeirra sem reyndu að aðstoða hana

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. febrúar 2019 20:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki alltaf þakklæti sem fólk fær þegar það reynir að aðstoða aðra. Þessu fengu tvær manneskjur að kynnast í Kungsbacka í Svíþjóð í gærkvöldi. Fólkið ók fram á bíl sem hafði lent utan vegar. Eins og góðu fólki sæmir stoppaði það til að kanna hvort slys hefðu orðið á fólki og hvort hægt væri að aðstoða.

Kona, sem hafði verið við stýri á bílnum sem fór út af, gerði sér þá lítið fyrir og settist undir stýri á bíl fólksins og ók af stað. Hún lét það ekki stöðva sig að önnur manneskjan var enn í bílnum.

Hún ók síðan sína leið með farþegann. Lögreglunni var strax tilkynnt um þetta og komst hún fljótlega á spor konunnar. Þegar henni voru gefin merki um að stöðva sinnti hún því ekki og reyndi að aka á lögreglubílinn. Allan tímann var farþeginn í bílnum.

Lögreglunni tókst þó að stöðva konuna og handtaka hana. Hún er grunuð um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.

Enginn meiddist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur