fbpx
Þriðjudagur 26.mars 2019
Pressan

Hætturnar við ristað brauð – Stefndu á gullið!

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ristað brauð getur valdið neytendum þess meiri skaða heldur en þeir verða fyrir, standi þeir á umferðarþungum gatnamótum, ef marka má nýlega rannsókn.

Besta ráðið við ristun brauðs er að „stefna á gullið“ eða með öðrum orðum, leyfa brauðsneiðinni að verða aðeins gyllt. En ekki meira en það. Brennt brauð er, samkvæmt téðri rannsókn, alveg sérlega skaðlegt neytendum.

Rannsókn Háskólans í Texas, Bandaríkjunum sýndi fram þá hættu sem stafar af  þeirri innanhúss mengun, sem brennt ristað brauð getur valdið.

Talskona rannsóknarinnar, Maria Vance sagði : „Þegar þú ristar brauð þá hitnar hita elementið mylsnu og aðrar leyfar í brauðristinni, þar á meðal olía. Þegar þú bætir svo brauðinu við þetta þá er brauðristin að fara að gefa frá sér alls kyns efni. Við höfum greint etanól, sem kemur frá geri. Ef aðeins smá hluti brauðsneiðarinnar snertir hita elementið þá sérðu það bara frá reyknum sem vði það kemur, eða frá mylsnunni í botninum.“

„Þetta leiðir til það sem má kalla mjög óheilbrigt magn af loftmengun samanborið við loftgæðin utanhúss“

Rannsóknin var gerð með þeim  hætti að byggð var eftirmynd af hefðbundni fjögurra herbergja íbúð sem var útbúin tæknibúnaði sem lagði mat á loftgæði gervi-heimilisins á meðan hefðbundnum heimilisstörfum, á borð við þrif og matseld, var sinnt.

Rannsóknin sýndi þó fram á fleiri skaðvalda en ofristað brauð. Hreinsiefni, lofthreinsitæki og ilmsprey geta verið hættuleg sem og matseld á borð við að rista og steikja. Allt þetta getur mengað loftið inni á heimili þínu.

 

Frétt The New York Times

Frétt The Daily Mail

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nóttin sem tónlistin dó

Nóttin sem tónlistin dó
Í gær

Framkvæmdastjórinn hættir hjá SVFR

Framkvæmdastjórinn hættir hjá SVFR
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rúður sprungu í sex kílómetra radíus

Rúður sprungu í sex kílómetra radíus
Pressan
Fyrir 3 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gamli maðurinn fór daglega að leiði konu sinnar – Dag einn fylgdi sonurinn á eftir og sá hvað hann gerði

Gamli maðurinn fór daglega að leiði konu sinnar – Dag einn fylgdi sonurinn á eftir og sá hvað hann gerði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Minni líkur á að Evrópubúar og Bandaríkjamenn fái elliglöp en áður

Minni líkur á að Evrópubúar og Bandaríkjamenn fái elliglöp en áður
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“