fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Alræmdasti glæpamaður Mexíkó: „Hann er óvinur númer eitt“ – Samtökunum hans líkt við ISIS

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 18. febrúar 2019 18:00

Members of the Jalisco New Generation cartel (CJNG) record themselves with prisoners from a rival cartel. YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að Joaquin „El Chapo“ Guzman, einn alræmdasti fíkniefnabarón sögunnar, var sakfelldur fyrir dómstólum í Bandaríkjunum í síðustu viku, hafa ýmsir velt fyrir sér hver verður næstur dreginn fyrir dóm.

Breska blaðið Mirror varpaði á dögunum ljósi á alræmdan glæpamann, Nemesio Oseguera Cervantes, El Mencho, sem yfirvöld í Mexíkó og Bandaríkjunum leggja hvað mesta áherslu á að handsama.

Efstur á blaði í Mexíkó

El Mencho þessi er leiðtogi Jalisco New Generation-glæpahópsins og er hann efstur á blaði lögreglunnar í Mexíkó yfir eftirlýsta glæpamenn. Þá er hann í hópi þeirra einstaklinga sem yfirvöld norðan megin við landamærin, í Bandaríkjunum, leggja mesta áherslu á að handsama.

Þessi 52 ára fyrrverandi lögregluþjónn og avókadó-ræktandi, er sagður hafa hryllilega glæpi á samviskunni. Auk þess að stýra samtökum sem flytja ógrynni af hættulegum eiturlyfjum, metamfetamíni, kókaíni og heróíni þar á meðal til Bandaríkjanna og Evrópu, þykir hann sjálfur og samtök hans býsna hörð í horn að taka.

Joaquin, sem hér eftir verður kallaður El Mencho, er til dæmis sagður hafa rænt tveimur sonum El Chapo og haldið þeim föngnum þar til El Chapo greiddi veglegt lausnargjald. Ekki löngu eftir að hafa stofnað samtök sín í Jalisco-héraði fyrir tíu árum var líkum 35 einstaklinga varpað á götur hafnarborgarinnar Veracruz á háannatíma. El Mencho og menn hans voru þar að verki en einstaklingarnir sem fundust látnir báru þess merki að hafa mátt þola pyntingar.

Notar ekki síma

El Mencho er ekki talinn vera stærsti eiturlyfjabarón Mexíkó en þann vafasama titil fær Ismael „El Mayo“ Zambada. Athygli vekur að þrátt fyrir það er El Mencho efstur á blaði yfirvalda í Mexíkó og er það ekki síst skelfilegum ofbeldisverkum hans og fylgismanna hans að þakka. Nauðganir, pyntingar og morð þykja ekki tiltökumál þar á bæ. Hafa yfirvöld í Mexíkó og Bandaríkjunum lagt 10 milljónir dala, rúman milljarð króna, til höfuðs honum.

„Hann er óvinur númer eitt og er með her af mönnum á bak við sig,“ sagði Paul Craine sem var yfirmaður bandarísku fíkniefnalögreglunnar þegar El Chapo var handsamaður árið 2016.

El Mencho, sem er 52 ára, starfaði sem lögreglumaður áður en hann haslaði sér völl í heimi fíkniefnaviðskipta. Samtök hans nýta sér mátt samfélagsmiðla óspart til að safna fylgjendum og beita áróðri. Hafa samtökin til dæmis birt myndbönd og myndir af aftökum líkt og hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lagt í vana sinn. Mencho stendur hins vegar í skugganum og er hann sagður stýra þessu öllu á bak við tjöldin. Hann fer varlega, kemur aldrei fram opinberlega og snertir ekki síma af ótta við að það verði honum að falli.

Líkari ISIS en hefðbundnum eiturlyfjahringjum

„Hann stýrir samtökunum eins og um her sé að ræða. Vopnabúr samtakanna er töluvert mikilfenglegra en vopnabúr mexíkóska hersins. Hann öðlaðist talsverða reynslu þegar hann starfaði í lögreglunni og þekkir hvernig hún starfar. Hann hefur sjálfur talað um að hann myndi frekar deyja en vera handsamaður lifandi og hann býst við því sama af sínum mönnum,“ segir Daniel Solis sem er sérfræðingur í málefnum mexíkóskra glæpagengja.

Mencho var aðeins tíu ára þegar hann hætti í skóla til að vinna við avókadóræktun fjölskyldu sinnar. Fjórum árum síðar fékk hann starf við að gæta lítils akurs þar sem ræktun á marijúana fór fram. El Mencho var ekki gamall þegar hann stakk af til Kaliforníu þar sem hann sá fyrir sér með því að selja fíkniefni í neysluskömmtum. Eftir að hann og frændi hans voru handteknir fyrir vörslu fíkniefna á tíunda áratug liðinnar aldar var honum vísað úr landi. Þrátt fyrir fíkniefnadóm í Bandaríkjunum fékk hann starf hjá lögreglunni í Jalisco þar sem hann starfaði allt þar til hann gekk til liðs við Millenium-fíkniefnahringinn. Þau samtök heyrðu á sínum tíma undir El Chapo en Mencho yfirgaf síðar samtökin og stofnaði sín eigin.  Samtökin urðu fljótt alræmd fyrir ótrúlega hörku.

„Það hvernig samtökin taka fólk af lífi minnir meira á það sem viðgengst hjá ISIS en hinum dæmigerðu fíkniefnasamtökum,“ segir Solis og bætir við að þetta hafi ekki sést áður í Mexíkó. Þann 1. maí árið 2015 reyndu lögregluyfirvöld í Jalisco að knésetja samtök El Mencho en það endaði ekki vel. Liðsmenn samtakanna fengu veður af yfirvofandi áhlaupi lögreglunnar og sátu fyrir henni. Skutu þeir meðal annars niður þyrlu lögreglunnar og lágu átta hermenn og einn lögregluþjónn í valnum. Nokkrum tímum síðar, í nokkurs konar hefndarskyni fyrir áhlaupið, fyrirskipaði El Mencho sínum mönnum að kveikja í bílum, strætisvögnum, bensínstöðvum og bönkum í Jalisco. Á endanum voru 10 þúsund hermenn sendir til Jalisco til að koma á friði í héraðinu.

Í frétt Mirror kemur fram að nú þegar búið er að koma El Chapo á bak við lás og slá í Bandaríkjunum sé Mencho næstur í röðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug