fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Pressan

Beittur skelfilegu ofbeldi af kærustunni: Nokkrum dögum frá vísum dauða – Brenndur, stunginn og niðurlægður

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 18. febrúar 2019 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska ríkisútvarpið, BBC, mun í kvöld sýna heimildarþátt um reynslu ungs manns, Alex Skeel, sem var beittur fólskulegu ofbeldi af kærustu sinni og barnsmóður. Kærastan, Jordan Worth, var dæmd í sjö ára fangelsi á síðasta ári fyrir ofbeldið.

Þátturinn sem sýndur verður í kvöld heitir Abused By My Girlfriend og hefur talsvert verið fjallað um hann á vefsíðum breskra fjölmiðla í dag. Segist Alex stíga fram í þeirri von að fleiri karlar ræði opinskátt um heimilisofbeldi sem þeir verða fyrir.

Sagðist hafa veitt sér áverkana sjálfur

Það var þann 3. júní 2017, þegar Alex var 21 árs, að lögregla bjargaði honum úr klóm Jordan eftir að áhyggjufullir nágrannar höfðu samband við neyðarlínuna. Á myndbandsupptökum lögreglu frá íbúðinni má meðal annars sjá blóð og hníf sem Jordan notaði og Alex sitja skelfingu lostinn í stiganum.

Ed Finn, lögreglumaður sem mætti fyrstur á vettvang, segir að Alex hafi í fyrstu sagt að hann hafi sjálfur veitt sér þá áverka sem á honum voru.

Umfjöllunin heldur áfram fyrir neðan myndskeiðið.

Ofbeldið hafði staðið yfir um nokkurt skeið og hafði ágerst í aðdraganda þessa örlagaríka kvölds. Þegar lögregla kom Alex til hjálpar var hann mjög horaður, með slæm brunasár á handleggjum og þá var komin óeðlileg uppsöfnun vökva í heila hans í kjölfar barsmíða sem hann varð fyrir. Voru brunasárin til komin eftir að Jordan hellti sjóðheitu vatni yfir hann og þá var hann með stungusár víða á líkamanum eftir skrúfjárn og hnífa. Töldu læknar að hann hafi í raun verið nokkrum dögum frá vísum dauða.

Mjög almennileg í fyrstu

Alex var 16 ára þegar hann kynntist Jordan en það gerðist á tónleikum sumarið 2012. „Hún var mjög almennielg í fyrstu, kærleiksrík og sjálfsörugg. Hún sýndi mér mikinn áhuga,“ sagði hann en ekki löngu síðar fór hún að reyna að stjórna honum í einu og öllu. Þessi stjórnsemi ágerðist smám saman; andlegt ofbeldi varð að líkamlegu ofbeldi og gekk Jordan meira að segja svo langt að svelta Alex sem hafði lést um tæp 30 kíló á um einu ári.

Þá stofnaði hún Facebook-síðu í hans nafni og sendi vinum hans niðrandi skilaboð í þeim tilgangi að einangra hann enn frekar. Hún tók af honum veskið hans, neyddi hann til að hætta í vinnunni og dró hann með sér í skólann við University of Hertfordshire þar sem hún stundaði nám, allt í þeim tilgangi til að geta fylgst með honum. Sjálfur var Alex ekki nemandi við skólann.

Óttaðist að fá ekki að sjá börnin aftur

Einhverjir kynnu að spyrja sig hvers vegna Alex lét þetta yfir sig ganga og segir hann að svarið við þeirri spurning sé í raun einfalt. Hann hafi innst inni elskað Jordan og óttast að hann myndi ekki fá að sjá börnin þeirra tvö sem sem þau áttu saman.

Sem fyrr segir sagði Alex í fyrstu að hann hefði sjálfur veitt sér áverkana – vildi hann hlífa kærustu sinni. Það var ekki fyrr en nokkrum vikum síðar að grunur vaknaði að Jordan hefði veitt honum áverkana. Í kjölfarið var hún handtekin og fór málið sína leið í bresku réttarkerfi. Alex segir að undir það síðasta hafi Jordan beitt hann ofbeldi upp á hvern einasta dag.

Fann að líkaminn var að gefast upp

„Ég fann að líkami minn var smám saman að gefast upp. Ég vildi ekki gefast upp út af börnunum því ég vissi ekki hvað myndi gerast ef ég myndi deyja,“ segir hann. „Þegar lögreglan fann mig var mér sagt að ég hefði átt svona tíu daga eftir ólifaða að óbreyttu. Ég elskaði hana og það tók mig óratíma að segja frá því að hún væri að beita mig ofbeldi. Daginn sem hún hóf afplánun þá fannst mér ég loksins vera frjáls. Það var mikill léttir. Ég man að ég hugsaði að núna loksins gæti ég litið um öxl í fyrsta skipti í fimm ár.“

Alex er mikill knattspyrnuáhugamaður og þjálfar hann nú lið í heimabæ sínum. Þá hefur hann verið sérfræðingum innan varðandi heimilisofbeldi; hvernig þekkja megi einkenni heimilisofbeldis og fleira í þeim dúr.

Umræða um heimilisofbeldi hefur verið nokkuð fyrirferðamikil undanfarin ár en oftar en ekki eru það konur sem stíga fram og segja frá sinni reynslu. Samkvæmt könnun sem vitnað er til í umfjöllun BBC kemur fram að einn af hverjum þremur þolendum heimilisofbeldis í Englandi og Wales séu karlar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Gisle vaknaði við hávaða í húsinu – Var nærri drepinn af innbrotsþjófi

Gisle vaknaði við hávaða í húsinu – Var nærri drepinn af innbrotsþjófi
Pressan
Í gær

Svona vinna svikahrapparnir sem herja á saklausa borgara: „Var hann hræddur? Já, hann var skíthræddur“

Svona vinna svikahrapparnir sem herja á saklausa borgara: „Var hann hræddur? Já, hann var skíthræddur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vill nota sérstaka kannabisrafmynt

Vill nota sérstaka kannabisrafmynt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er maðurinn sem er grunaður um árásina í Utrecht – Þrír látnir og níu særðir

Þetta er maðurinn sem er grunaður um árásina í Utrecht – Þrír látnir og níu særðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Grunaður raðmorðingi handtekinn í Kaupmannahöfn – Minnst þrjú fórnarlömb – Óttast að þau séu mun fleiri

Grunaður raðmorðingi handtekinn í Kaupmannahöfn – Minnst þrjú fórnarlömb – Óttast að þau séu mun fleiri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún lést 27 klukkustundum eftir fæðinguna – Eitthvað sagði manninum hennar að fara beint í tölvuna hennar

Hún lést 27 klukkustundum eftir fæðinguna – Eitthvað sagði manninum hennar að fara beint í tölvuna hennar