fbpx
Þriðjudagur 26.mars 2019
Pressan

Réttarmeinafræðingur vísar samsæriskenningu um Díönu prinsessu á bug

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. febrúar 2019 07:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í endurminningum sínum skýrir breski réttarmeinafræðingurinn Angela Gallop frá því sem hún komst að við rannsókn á líki Díönu prinsessu eftir að hún lést í umferðarslysi í París í ágúst 1997. Hún vísar þekktum samsæriskenningum um prinsessuna á bug.

„Það fyrsta sem ég gerði var að skoða hvort óléttuhormónið humant choriongonadotropin væri í blóðprufunum. Næst var að kanna hvort ummerki væru um að hún hefði notað getnaðarvarnarpillur.“

Sagði Gallop í samtali við The Sunday Times. Réttarmeinafræðirannsókninni var stýrt af David Cowan, prófessor og yfirmanni réttarmeinafræðideildar King‘s College í Lundúnum. Hann þróaði aðferð til að rannsaka hvort Díana hafi verið barnshafandi en Gallop studdist við rannsóknir á magainnihaldi prinsessunnar til að kanna hvort hún hefði notað getnaðarvarnir.

Niðurstöður rannsókna þeirra voru neikvæðar. Það er því í hæsta máta ósennilegt að Díana hafi verið barnshafandi þegar hún lést í bílslysinu ásamt unnusta sínum Dodi al-Fayed.

Þessar niðurstöður passa vel við það sem fjölskylda Díönu sagði, að hún hefði ekki sýnt nein merki þess að hún væri barnshafandi.

Samsæriskenningar hafa verið uppi um að Díana hafi verið barnshafandi, að hún hafi átt von á barni með Dodi al-Fayed. Grófustu samsæriskenningarnar hafa gengið út á að af þessum sökum hafi breska konungsfjölskyldan látið ráða hana af dögum þar sem ekki væri við hæfi að Vilhjálmur ríkisarfi og Harry bróðir hans ættu hálfbróðir sem væri þar að auki af ættum innflytjenda. Mohammed al-Fayed, faðir Dodi al-Fayed, hélt því einnig fram á sínum tíma að Díana hafi verið barnshafandi.

Bók Gallop, When the dogs don‘t bark: A forensic scientist‘s search for the truth, kemur út á fimmtudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur