fbpx
Þriðjudagur 26.mars 2019
Pressan

Kynþáttaárás á Englandi: Þekktur mannréttindafrömuður barinn fyrir að vera Pakistani

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 18:30

Maajid Nawaz

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maajid Nawaz heitir þekktur mannréttindafrömuður á Englandi sem meðal annars hefur barist gegn íslömskum öfgaöflum. Nawaz er frá Pakistan og var áður fyrr íslamskur hryðjuverkamaður en varð fyrir hugarfarsbreytingu eftir fangelsisvist í Egyptalandi. Í gær réðst hvítur maður á Maajid í London og kýldi hann fyrir það eitt að vera Pakistani. Maajid lýsir árásinni svo á Facebook-síðu sinni:

„Í kvöld varð ég fyrir kynþáttahatursárás fyrir utan Soho-leikhúsið, þegar ég var að beygja mig eftir símanum mínum sem hafði fallið í stéttina. Árásarmaðurinn, hvítur karlmaður, kallaði mig „Pakistanasvín“ þegar hann barði mig í andlitið með einhvers konar innsiglishring og hljóp síðan í burtu eins og hugleysingi. Hann stal engu. Hann var bara rasisti. Það voru vitni að árásinni sem heyrðu kynþáttaummæli hans og hafa gefið vitnisburð. Lögreglan er með andlit hans á upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Það lítur út fyrir að ég muni bera ör á enninu það sem eftir er. En við munum finna þig, huglausi rasistinn þinn og þú munt upplifa breskt réttlæti.“

Það er nokkuð meinlegt að Nawaz hefur einna helst beitt sér gegn öfgum og rasisma meðal múslima á Englandi. Samtök hans, The Quillan Foundation, létu fyrir tveimur árum gera skýrslu sem leiddi í ljós að yfirgnæfandi meirihluti meðlima í glæpagengjum sem tæla og misnota kerfiðsbundið unglingsstúlkur og barnungar stúlkur eru múslimar. Um tíma starfaði Nawas með hinum þekkta og umdeilda hægri sinnaða aktívista, Tommy Robinson, sem mjög hefur látið að sér kveða í baráttu gegn meintri íslamsvæðingu Bretlands. Árásarmaðurinn var hins vegar, eins og fyrr segir, hvítur rasisti, sem barði Nawaz fyrir það eitt að vera Pakistani.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur