fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Lúxusfrí á Kúbu varð að martröð: Auglýsingarnar gefa ekki alltaf rétta mynd – Sjáðu myndirnar

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Draumafrí fjölskyldu einnar til Kúbu breyttist í martröð þegar í ljós kom að dvalarstaður fjölskyldunnar í Varadero var ekki eins og auglýsingar höfðu gefið til kynna.

Fjölskyldan, hjónin Steve og Gayle Evans ásamt börnum sínum fjórum á aldrinum 12 til 23 ára, flaug til Kúbu frá Bretlandi í tilefni af fimmtugsafmæli Gayle. Fjölskyldan hafði fundið nokkuð álitlegt hótel, Brisas del Caribe, á netinu og gáfu myndir til kynna að aðstaðan þar væri til fyrirmyndar. Fór svo að fjölskyldan bókaði ferðina sem kostaði um tvær milljónir króna fyrir þau sex saman.

„Okkur hafði hlakkað til svo vikum skiptir; sáum fyrir okkur að við myndum busla í lauginni, liggja á ströndinni og drekka kokteila á píanóbarnum á hótelinu,“ segir Gayle í samtali við Birmingham Mail. En draumurinn breyttist fljótt í martröð þegar fjölskyldan mætti á hótelið.

„Ég fór bara að gráta. Þetta var hræðilegt og ég trúði ekki hversu slæmt þetta væri.“ Hún segir að hótelið hafi verið í algjörri niðurníðslu; sundlaugarvatnið hafi verið grænt, klósettin lygilega skítug (bókstaflega) og handklæðin í herbergjunum augljóslega óþrifin eftir fyrri gesti. Þá voru rafmagnsvírar út úr veggjum í herberginu.

Auglýsingin sýndi fallega sundlaug.
Útlitið var dálítið annað þegar fjölskyldan mætti á svæðið.

„Það var rusl út um allt. Sundlaugarnar voru með grænni slikju á yfirborðinu. Húsgögn og sólbaðsbekkir voru brotnir.“ Og til að gera dvölina enn verri fékk fjölskyldan öll í magann meðan á ferðalaginu stóð. Fjölskyldan hafði bókað ferðalagið í gegnum ferðaskrifstofuna The Holiday Place. Reyndi fjölskyldan að fá að fara á nýtt hótel meðan á dvölinni stóð en voru svör ferðaskrifstofunnar á þá leið að þetta væri það besta sem hægt væri að bjóða upp á. Bauð fyrirtækið fjölskyldunni 25 þúsund króna afslátt af næstu bókun hjá fyrirtækinu.

Í frétt ástralska miðilsins News.com.au, sem einnig fjallaði um málið, kemur fram að hótelið sé með einkunnina 3,5 af 5 mögulegum á vefnum TripadvisorGayle segir að þrátt fyrir allt hafi fjölskyldan notið Kúbu og þá sérstaklega strandarinnar í Varader sem er einstök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug