fbpx
Þriðjudagur 26.mars 2019
Pressan

Verða nýir símar og tölvur með innbyggða klámvörn?

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 21:30

Þarfaþing Símanotkun Ashley kostaði mannslíf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo gæti farið að allar nýjar tölvur og nýir símar verði með innbyggða klámvörn í framtíðinni. Þetta verður að minnsta kosti raunin í Kansas nái frumvarp Randy Garber, þingmanns Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, fram að ganga.

Hugmyndin er sú að ekki verði hægt að fara inn á vefsíður sem innihalda klámefni. Þau fyrirtæki sem selja síma og tölvur í Kansas þurfi að ábyrgjast það að koma síunni fyrir. Og þeir sem kjósi að nota ekki umrædda síu þurfi að greiða fyrir það 20 Bandaríkjadali. Segir Randy að þeir sem eru undir 18 ára hafi ekkert val; þeir verði að kaupa tækin með umræddri síu, eða hugbúnaði, sem lokar á klámefnið.

„Af hverju ætti fólk ekki að vilja þetta?“ segir Randy í samtali við Topeka Capital-Journal.

Þessi hugmynd hefur ekki fallið vel í kramið hjá öllum og hafa gagnrýnendur bent á að það kunni ekki góðri lukku að stýra að yfirvöld séu að skipta sér af því hvaða efni fólk skoðar á netinu.

Randy vill einnig að sérstakt gjald verði rukkað fyrir þá einstaklinga sem vilja heimsækja til dæmis nektardansstaði. Nái frumvarp Randys fram að ganga verður það 3 dollarar. Hann segir að allur ágóði af þessari lagabreytingu muni renna í baráttuna gegn mansali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur