fbpx
Þriðjudagur 26.mars 2019
Pressan

Vísindamenn heimsóttu nýja eldfjallaeyju – Verður skammlífari en Surtsey

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 19:00

Gróður hefur skotið rótum á eyjunni. Mynd:Dan Slayback © Nasa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir fjórum árum hófst eldgos í eyjaríkinu Tonga í Kyrrahafinu. Eldgosið myndaði litla eyju á milli tveggja eyja sem fyrir voru. Nú hafa vísindamenn heimsótt eyjuna í fyrsta sinn en hún hefur óopinberlega verið nefnd Hunga Tonga-Hunga Ha‘apa.

Bandaríska geimferðastofnunin NASA segir að eyjan sé ein örfárra sem hafa myndast á undanförnum árum og lifað af í meira en nokkra mánuði. Surtsey er hugsanlega þekktasta eyjan sem hefur orðið til á síðustu áratugum og lifað af lengur en nokkra mánuði.

Það kom vísindamönnum á óvart að á eyjunni er nokkuð blómlegt dýra- og plöntulíf. Hún virðist ætla að verða langlífari en talið var í fyrstu því eyðing hennar er mun hægari en ætlað var. Af þessum sökum er eyjan áhugaverð fyrir vísindamenn, eins og Surtsey, því þeir hafa tækifæri til að fylgjast með hvernig dýr og plöntur leggja nýja eyju undir sig.

 

Hún er ekki ýkja stór. Mynd:Dan Slayback © Nasa

Líklegt má telja að þau dýr og plöntur sem berast til eyjunnar komi frá eyjunum tveimur, sem eru nálægt henni.

Vísindamenn reikna með að eyjan hverfi á næstu 30 árum því hún er úr ösku sem harðnaði þegar hún komst í snertingu við sjóinn en ekki kviku. Af þeim sökum verður hún ekki langlíf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nóttin sem tónlistin dó

Nóttin sem tónlistin dó
Í gær

Framkvæmdastjórinn hættir hjá SVFR

Framkvæmdastjórinn hættir hjá SVFR
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rúður sprungu í sex kílómetra radíus

Rúður sprungu í sex kílómetra radíus
Pressan
Fyrir 3 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gamli maðurinn fór daglega að leiði konu sinnar – Dag einn fylgdi sonurinn á eftir og sá hvað hann gerði

Gamli maðurinn fór daglega að leiði konu sinnar – Dag einn fylgdi sonurinn á eftir og sá hvað hann gerði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Minni líkur á að Evrópubúar og Bandaríkjamenn fái elliglöp en áður

Minni líkur á að Evrópubúar og Bandaríkjamenn fái elliglöp en áður
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“