fbpx
Þriðjudagur 26.mars 2019
Pressan

Hjónin fóru í heita pottinn: Eiginmaðurinn ákærður fyrir manndráp af gáleysi

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferð hjóna í heita pottinn við heimili þeirra í Wheeling í Illinois í Bandaríkjunum á laugardag endaði með ósköpum. Það var síðdegis á laugardag að hjónin fóru í pottinn og höfðu þau áfengi við hönd. Ekki löngu síðar var eiginkonan látin og eiginmaðurinn kominn í handjárn.

Á upptökum úr öryggismyndavélum við lóðina má sjá þegar eiginkonan, hin 57 ára Laura, reynir að fara upp úr pottinum. Það virðist hafa gengið half brösulega því henni tókst ekki að komast upp og komst í sýnilegt uppnám í kjölfarið.

Eiginmaðurinn, hinn 58 ára gamli Eric, sést rétta henni hjálparhönd en skömmu síðar dregur hann lokið yfir pottinn á meðan Laura var ofan í. Ekki liggur fyrir hvers vegna Eric tók upp á þessu en eftir að hafa lokað pottinum gekk hann burt. Laura sést reyna að opna lokið í nokkra stund en án árangurs.

Um einni og hálfri klukkustund síðar snýr Eric aftur, opnar pottinn og sér þá eiginkonu sína fljótandi á hvolfi. Hann hafði samband við neyðarlínuna en þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang var Laura látin.

Lögreglan í Wheeling segir ljóst að rekja megi atburðinn að einhverju leyti til áfengisneyslu hjónanna. „Áfengi og heitir pottar fara ekki saman.“ Eric hefur aldrei komist í kast við lögin og segir verjandi Erics að skjólstæðingur sinn sé niðurbrotinn vegna dauða eiginkonu sinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nóttin sem tónlistin dó

Nóttin sem tónlistin dó
Í gær

Framkvæmdastjórinn hættir hjá SVFR

Framkvæmdastjórinn hættir hjá SVFR
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rúður sprungu í sex kílómetra radíus

Rúður sprungu í sex kílómetra radíus
Pressan
Fyrir 3 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gamli maðurinn fór daglega að leiði konu sinnar – Dag einn fylgdi sonurinn á eftir og sá hvað hann gerði

Gamli maðurinn fór daglega að leiði konu sinnar – Dag einn fylgdi sonurinn á eftir og sá hvað hann gerði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Minni líkur á að Evrópubúar og Bandaríkjamenn fái elliglöp en áður

Minni líkur á að Evrópubúar og Bandaríkjamenn fái elliglöp en áður
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“