fbpx
Þriðjudagur 26.mars 2019
Pressan

Söguleg tíðindi – Bjóða upp á fasteignalán með 0 prósent vöxtum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau sögulegu tíðindi hafa nú orðið að fasteignaeigendur geta tekið lán, með veði í fasteign, með 0 prósent vöxtum. Lánið er til 10 ára. Það er þó ekki alveg kostnaðarlaust að taka slíkt lán því lántakendur verða að greiða gjald til lánveitandans en á móti kemur að engir vextir eru greiddir af láninu.

En áður en áhugasamir rjúka af stað út í banka til að kanna með lán sem þetta er rétt að taka fram að lán sem þetta er ekki í boði hér á landi heldur er það í Danmörku sem byrjað er að bjóða upp á lán sem þetta.

Það er Jyske Realkredit lánastofnunin sem hefur ákveðið að veita lán sem þetta með 0 prósent vöxtum. Það hefur aldrei áður gerst í Danmörku að boðið hafi verið upp á lán með 0 prósent vöxtum. Vextir þar eru lágir í samanburði við hér á landi og ekki er óalgengt að lán til 30 ára, sem er tekið til fasteignakaupa, beri 1,5 til 2 prósent fasta vexti allan lánstímann og svo er auðvitað engin verðtrygging.

Jótlandspósturinn segir að reiknað sé með að fleiri lánastofnanir muni fylgja í kjölfarið og bjóða upp á lán með 0 prósent vöxtum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nóttin sem tónlistin dó

Nóttin sem tónlistin dó
Í gær

Framkvæmdastjórinn hættir hjá SVFR

Framkvæmdastjórinn hættir hjá SVFR
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rúður sprungu í sex kílómetra radíus

Rúður sprungu í sex kílómetra radíus
Pressan
Fyrir 3 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gamli maðurinn fór daglega að leiði konu sinnar – Dag einn fylgdi sonurinn á eftir og sá hvað hann gerði

Gamli maðurinn fór daglega að leiði konu sinnar – Dag einn fylgdi sonurinn á eftir og sá hvað hann gerði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Minni líkur á að Evrópubúar og Bandaríkjamenn fái elliglöp en áður

Minni líkur á að Evrópubúar og Bandaríkjamenn fái elliglöp en áður
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“