fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Þurfa að aflífa svo marga nautgripi að þeir óttast að verða uppiskroppa með skotfæri

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 05:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar mikilla hita víða í Ástralíu á fyrstu vikum ársins hófust miklar rigningar. Þeim fylgdu mikil flóð. Í Queensland fóru um 200.000 ferkílómetrar lands undir vatn í kjölfar stanslausrar rigningar í sjö daga. Þá rigndi meira en gerir að jafnaði á einu og hálfu ári.

Gríðarlegur fjöldi nautgripa hefur drepist eða farið svo illa út úr þessum hamförum að bændur þurfa að aflífa þá. Bændur hafa því þurft að aflífa gríðarlegan fjölda dýra og sumstaðar hafa þeir óttast að verða uppiskroppa með skotfæri, slíkur er fjöldi dýranna sem þeir hafa þurft að aflífa.

Þeir þurfa að hafa hraðar hendur við að aflífa dýrin og urða því hitinn er kominn yfir 30 gráður og mikil smithætta er á ferðum af dauðu dýrunum. Hermenn hafa verið sendir á vettvang til að aðstoða við urðun dýranna.

Auk bústofna er líka óttast um afdrif villtra dýra á borð við kengúrur. Á stórum svæðum sjást engar lifandi kengúrur, aðeins dauðar. Líffræðingar óttast jafnvel að einhverjar tegundir hafi algjörlega horfið af sjónarsviðinu í þessum miklu hamförum. Ef það er rétt verður mun erfiðara fyrir vistkerfið að jafna sig.

https://www.facebook.com/robkatterMP/videos/2082006085431087/?t=0

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?