fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Fjórum mönnum vísað úr landi í Danmörku – Köstuðu eldsprengjum í tyrkneska sendiráðið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars á síðasta ári réðust fjórir menn, á aldrinum 19 til 24 ára, á tyrkneska sendiráðið í Kaupmannahöfn og köstuðu eldsprengjum í það. Undirréttur í Kaupmannahöfn kvað upp dóm í málinu í gærmorgun og vakti hann sterk viðbrögð og miklar tilfinningar viðstaddra.

Allir mennirnir voru fundnir sekir um að hafa ráðist á sendiráðið. Þrír þeirra voru dæmdir í eins árs og níu mánaða fangelsi en sá fjórði var dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. Auk þess var þeim öllum vísað úr landi og mega ekki snúa aftur til Danmerkur í 12 ár.

Danska ríkisútvarpið segir að margir ættingjar mannanna hafi verið í dómsal við dómsuppkvaðninguna og hafi dómurinn vakið sterk viðbrögð. Margir hafi grátið og virst miður sín.

Mennirnir tilheyra allir samfélagi Kúrda í Kaupmannahöfn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku