fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Haturssamtök aldrei verið fleiri

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldrei hafa fleiri haturssamtök verið starfrækt í Bandaríkjunum en nú og eru þau nú 1.020 talsins. Þetta er samkvæmt nýbirtum tölum frá Southern Poverty Law Center, bandarískum samtökum sem fylgjast með þróun mála í þessum efnum.

Tölurnar taka til ársins 2018 og fjölgaði samtökum, sem skilgreind eru á þennan hátt, um sjö prósent frá árinu 2017. Haturssamtökum fjölgaði síðast í kjölfarið á því að Barack Obama var kjörinn Bandaríkjaforseti, fyrstur blökkumanna.

Fyrra metið, ef svo má segja, féll árið 2011 þegar 1.018 haturssamtök voru starfrækt í Bandaríkjunum. Þeim fækkaði svo lítillega ár frá ári, allt til ársins 2015 að þeim fjölgaði á ný. Er nú svo komið að haturssamtökum hefur fjölgað um 30 prósent frá árinu 2015.

Ýmsar getgátur eru uppi um hvers vegna þessi þróun á sér stað vestan hafs. Forsvarsmenn Southern Poverty Law Center telja að orðræðu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sé að einhverju leyti um að kenna. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að ala á útlendingaandúð og þá hefur hann reynt markvisst að stemma stigu við komu flóttafólks til Bandaríkjanna.

Þá segja samtökin að internetið geri haturssamtökum auðvelt um vik að dreifa boðskap sínum. Þar sé auðvelt að birta áróður og safna fylgjendum. Samkvæmt tölunum hefur samtökum hvítra þjóðernissinna fjölgað mest, eða úr 193 fyrir tveimur árum í 264 nú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks