fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Pressan

Lést 29 ára: Spáði því að hann yrði ekki þrítugur

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sean Milliken, sem vakti athygli í raunveruleikaþáttunum My 600lb Life, er látinn, 29 ára að aldri. Milliken lést á sjúkrahúsi á sunnudag í kjölfar sýkingar, að sögn föður hans.

Þættirnir sem um ræðir eru sýndir á TLC-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum og eru þáttaraðirnar orðnar sjö talsins. Milliken var í forgrunni í fjórðu þáttaröðinni og vakti saga hans talsverða athygli.

Eins og nafnið gefur til kynna er fylgst með fólki sem glímir við mikla ofþyngd. Þegar mest lét vó Milliekn rúm 400 kíló og var hann algjörlega ósjálfbjarga. Hann var búsettur á heimili móður sinnar í Kaliforníu sem sá um hann að mestu leyti. Móðir hans lést árið 2017.

Í þáttunum kom fram að Milliken hefði allta tíð verið of þungur. Hann hafi verið lagður í einelti í skóla og átt erfitt andlega í kjölfar skilnaðar foreldra sinna. Sagðist hann hafa sótt huggun í mat og áður en hann vissi af hafi hann misst stjórn á lífi sínu.

„Ég hélt aldrei að líf mitt yrði svona. Ég er fangi og ég verð að komast út,“ sagði Milliken og bætti við að hann vissi að líkami hans þyldi vart mikið meira álag. Ef hann léttist ekki myndi hann ekki lifa lengur en til þrítugs.

Í þáttunum kom einnig fram að Milliken vildi flytja til Houston til að gangast undir hjáveituaðgerð, en ekki liggur fyrir hvort hann hafi gengist undir hana, að sögn bandarískra fjölmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Gisle vaknaði við hávaða í húsinu – Var nærri drepinn af innbrotsþjófi

Gisle vaknaði við hávaða í húsinu – Var nærri drepinn af innbrotsþjófi
Pressan
Í gær

Svona vinna svikahrapparnir sem herja á saklausa borgara: „Var hann hræddur? Já, hann var skíthræddur“

Svona vinna svikahrapparnir sem herja á saklausa borgara: „Var hann hræddur? Já, hann var skíthræddur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vill nota sérstaka kannabisrafmynt

Vill nota sérstaka kannabisrafmynt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er maðurinn sem er grunaður um árásina í Utrecht – Þrír látnir og níu særðir

Þetta er maðurinn sem er grunaður um árásina í Utrecht – Þrír látnir og níu særðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Grunaður raðmorðingi handtekinn í Kaupmannahöfn – Minnst þrjú fórnarlömb – Óttast að þau séu mun fleiri

Grunaður raðmorðingi handtekinn í Kaupmannahöfn – Minnst þrjú fórnarlömb – Óttast að þau séu mun fleiri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún lést 27 klukkustundum eftir fæðinguna – Eitthvað sagði manninum hennar að fara beint í tölvuna hennar

Hún lést 27 klukkustundum eftir fæðinguna – Eitthvað sagði manninum hennar að fara beint í tölvuna hennar