fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Telur að broskarlarnir séu merki um að fjöldamorðingi gangi laus

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég tel að honum hafi verið byrlað ólyfjan eins og hinum fórnarlömbunum, hann numinn á brott áður en honum var haldið í ákveðinn tíma. Svo hafi hann verið drepinn og líkinu komið fyrir í vatninu.“

Þetta segir Kevin Gannon, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í New York, um dauða hins 23 ára gamla Dakota JonesJones, sem var nemandi við Duquesne-háskólann í Pittsburgh, fannst látinn í Ohio-ánni í Robinson í Bandaríkjunum í mars 2017, 40 dögum eftir að hann sást síðast á lífi. Ýmsar grunsemdir eru uppi um dauða hans og raunar fjölmargra annarra ungra, hvítra karlmanna sem fundist hafa látnir við svipaðar aðstæður.

Grunsamlegir broskarlar

Kevin þessi, rannsóknarlögreglumaðurinn fyrrverandi frá New York, fer fyrir hópi rannsakenda sem telja að Jones og um 40 öðrum ungum karlmönnum hafi verið ráðinn bani. Telur hópurinn að raðmorðingi eða raðmorðingjar gangi lausir. Eru andlátin, eða morðin, kennd við „broskarla“ (e. Smiley Face) vegna skuggalegra veggmynda af broskörlum sem fundist hafa skammt frá þeim stöðum þar sem líkin fundust.

Málið hefur vakið talsverða athygli vestan hafs og eru ekki allir sammála um að kenning Kevins og annarra fyrrverandi og núverandi lögreglumanna gangi upp. Réttarlæknir úrskurðaði til dæmis að Dakota Jones hefði einfaldlega drukknað eftir að hafa dottið í ána þegar hann fór út að skemmta sér með vinum sínum í janúar 2017.

Fannst 40 dögum síðar

Jones hafði umrætt kvöld verið með vinum sínum í miðborg Pittsburgh áður en hann hélt heim á leið fótgangandi. Á upptökum úr öryggismyndavélum sést hann ganga yfir torg í miðborginni og er talið að hann hafi brugðið sér afsíðis til að kasta af sér vatni. Taldi réttarlæknir að Jones hafi í kjölfarið dottið í ána sem var mjög köld á þessum árstíma. Jones hafi ekki getað komið sér upp í tæka tíð, hann hafi ofkælst og loks drukknað.

Kevin segir að ýmislegt bendi til þess að dauða Jones hafi borið að með öðrum hætti. Þannig fannst líkið ekki fyrr en 40 dögum eftir hvarf hans. Rotnun á líkinu var mjög skammt á veg komin og þá áverkar voru á hálsi Jones. Sjónvarpsstöðin Oxygen, sem sérhæfir sig í þáttum um sakamál í Bandaríkjunum, hóf nýlega sýningu á heimildaþáttaröð um kenningar Kevins þar sem fjallað er um mál Dakota Jones og annarra karlmanna sem taldir eru hafa látist við grunsamlegar aðstæður.

Ekki allir sannfærðir um kenninguna

Skoðanabræður Kevins eru Anthony Duarte sem einnig starfaði sem rannsóknarlögreglumaður í New York og Lee Gilbertson, doktor í afbrotafræði við StCloud State University. Þeir telja að raðmorðingi, eða hugsanlega hópur raðmorðingja, gangi lausir og hafi gert frá því á tíunda áratug liðinnar aldar. Alls hafa 45 ungir karlar fundist við svipaðar aðstæður í vötnum og ám. Í mörgum tilvikum hafa veggmyndir af broskörlum verið nálægt, en þannig er nafnið „Smiley Face Murders“ tilkomið.

Tekið skal fram að ekki eru allir sannfærðir um að þessi andlát tengist. Rannsóknardeild lögreglunnar í La Crosse í Wisconsin fór með rannsókn átta þessara andláta. Eftir að umræðan um að fjöldamorðingi gengi laus sendi rannsóknardeildin frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að mennirnir hefðu allir verið ölvaðir og drukknað. Ekkert benti til þess að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað. Þá hefur FBI tjáð sig um málið og sagt að engar vísbendingar væru um að málin tengdust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Í gær

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf