fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Bærinn var án götuljósa í tvær vikur – Skýringin kom öllum á óvart

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. febrúar 2019 07:00

Ljósastaurar eru til margra hluta nytsamlegir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósastaurar eru sannkallað þarfaþing í myrkrinu og létta fólki lífið enda ekki alltaf auðvelt að rata í kolniðamyrki. Það getur því verið erfitt þegar ljósastaurarnir virka ekki.

Febrúar er einn af dimmustu mánuðum ársins og íbúarnir í litla bænum Serridslev á Jótlandi í Danmörku fengu svo sannarlega að kynnast myrkrinu í tvær vikur nú í mánuðinum. Ljósastaurarnir virtust bara ekki virka, að minnsta kosti var ekki ljóstýra á þeim í þessar tvær vikur. Þetta var að vonum umræðuefni bæjarbúa þegar þeir hittust á förnum vegi og þeir létu starfsmenn sveitarfélagsins ítrekað vita af þessu.

Nú er skýringin á þessu hins vegar komin fram í dagsljósið. Staurarnir voru alls ekki bilaðir heldur hafði rafmagnsreikningurinn ekki verið greiddur á tilsettum tíma.

Þegar sveitarfélagið fór að kanna málið kom í ljós að í kjölfar endurnýjunar á ljósastaurunum í bænum var rafmagnsreikningurinn sendur til einkaaðila en ekki sveitarfélagsins. Eins og gefur að skilja hafði móttakandi reikningsins ekki mikinn áhuga á að greiða fyrir rafmagnsnotkun ljósastaura í bænum enda kostnaðurinn meiri en nemur rafmagnsnotkun venjulegs heimilis.

Nú er búið að leysa málið, greiða reikninginn, breyta nafni þess sem á að fá reikninginn og kveikja á ljósastaurunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband