fbpx
Þriðjudagur 26.mars 2019
Pressan

Bærinn var án götuljósa í tvær vikur – Skýringin kom öllum á óvart

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. febrúar 2019 07:00

Ljósastaurar eru til margra hluta nytsamlegir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósastaurar eru sannkallað þarfaþing í myrkrinu og létta fólki lífið enda ekki alltaf auðvelt að rata í kolniðamyrki. Það getur því verið erfitt þegar ljósastaurarnir virka ekki.

Febrúar er einn af dimmustu mánuðum ársins og íbúarnir í litla bænum Serridslev á Jótlandi í Danmörku fengu svo sannarlega að kynnast myrkrinu í tvær vikur nú í mánuðinum. Ljósastaurarnir virtust bara ekki virka, að minnsta kosti var ekki ljóstýra á þeim í þessar tvær vikur. Þetta var að vonum umræðuefni bæjarbúa þegar þeir hittust á förnum vegi og þeir létu starfsmenn sveitarfélagsins ítrekað vita af þessu.

Nú er skýringin á þessu hins vegar komin fram í dagsljósið. Staurarnir voru alls ekki bilaðir heldur hafði rafmagnsreikningurinn ekki verið greiddur á tilsettum tíma.

Þegar sveitarfélagið fór að kanna málið kom í ljós að í kjölfar endurnýjunar á ljósastaurunum í bænum var rafmagnsreikningurinn sendur til einkaaðila en ekki sveitarfélagsins. Eins og gefur að skilja hafði móttakandi reikningsins ekki mikinn áhuga á að greiða fyrir rafmagnsnotkun ljósastaura í bænum enda kostnaðurinn meiri en nemur rafmagnsnotkun venjulegs heimilis.

Nú er búið að leysa málið, greiða reikninginn, breyta nafni þess sem á að fá reikninginn og kveikja á ljósastaurunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nóttin sem tónlistin dó

Nóttin sem tónlistin dó
Í gær

Framkvæmdastjórinn hættir hjá SVFR

Framkvæmdastjórinn hættir hjá SVFR
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rúður sprungu í sex kílómetra radíus

Rúður sprungu í sex kílómetra radíus
Pressan
Fyrir 3 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gamli maðurinn fór daglega að leiði konu sinnar – Dag einn fylgdi sonurinn á eftir og sá hvað hann gerði

Gamli maðurinn fór daglega að leiði konu sinnar – Dag einn fylgdi sonurinn á eftir og sá hvað hann gerði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Minni líkur á að Evrópubúar og Bandaríkjamenn fái elliglöp en áður

Minni líkur á að Evrópubúar og Bandaríkjamenn fái elliglöp en áður
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“