fbpx
Þriðjudagur 26.mars 2019
Pressan

Fundu risastóra býflugu –Er á stærð við þumalfingur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. febrúar 2019 21:00

Wallace's risabýflugan. Mynd:Natural History Museum, London

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa árum saman talið að Wallace‘s risabýflugan væri útdauð en hún hafði ekki sést síðan 1981. Í janúar fundu vísindamenn hins vegar flugu af þessari tegund. Þetta er stærsta býflugnategundin sem þekkt er en flugurnar verða álíka stórar og þumalfingur fullorðins manns.

The Guardian og The New York Times skýra frá þessu. Þessi tegund heitir í raun Megachilie pluto en er í daglegu tali nefnd Wallace´s risabýflugan.

Þrátt fyrir þessa góðu stærð höfðu flugur þessarar tegundar ekki sést síðan 1981 þar til í janúar að ástralskir og bandarískir vísindamenn fundu hana á litlum eyjum í Indónesíu.

„Það var óviðjafnanlegt að sjá þessa „fljúgandi jarðýtu“ sem við vorum ekki einu sinni viss um að væri enn til. Að sjá þessa fallegu og stóru tegund í raunveruleikanum, að heyra hljóð risavaxinna vængjanna þegar hún flaug framhjá höfði mínu var frábært.“

Hefur The Guardian eftir Clay Bolt.

Vísindamennirnir fundu bara eina flugu þessarar tegundar en hún hélt til í termítabúi en það er algengur dvalarstaður þessarar tegundar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nóttin sem tónlistin dó

Nóttin sem tónlistin dó
Í gær

Framkvæmdastjórinn hættir hjá SVFR

Framkvæmdastjórinn hættir hjá SVFR
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rúður sprungu í sex kílómetra radíus

Rúður sprungu í sex kílómetra radíus
Pressan
Fyrir 3 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gamli maðurinn fór daglega að leiði konu sinnar – Dag einn fylgdi sonurinn á eftir og sá hvað hann gerði

Gamli maðurinn fór daglega að leiði konu sinnar – Dag einn fylgdi sonurinn á eftir og sá hvað hann gerði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Minni líkur á að Evrópubúar og Bandaríkjamenn fái elliglöp en áður

Minni líkur á að Evrópubúar og Bandaríkjamenn fái elliglöp en áður
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“