fbpx
Þriðjudagur 26.mars 2019
Pressan

Sagan hennar Lindu: Óvenjuleg aðferð lögreglu í hræðilegu morðmáli skilaði árangri

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 22. febrúar 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist vera sem óvenjuleg aðferð lögreglu við rannsókn á rúmlega 40 ára morðmáli hafi skilað tilætluðum árangri. DV fjallaði í fyrrasumar um söguna hennar Lindu O’Keefe sem var ellefu ára gömul þegar henni var rænt.

Linda var á leið heim úr skólanum þann 6. júlí árið 1973 þegar hún var numin á brott í Newport Beach í Kaliforníu. Daginn eftir fannst lík hennar. Þrátt fyrir mikla rannsókn tókst lögreglu ekki að hafa hendur í hári morðingjans, en í fyrrasumar ákvað lögreglan í Newport Beach að fara óvenjulega leið þegar hún birti röð færslna á Twitter.

Af tístunum mætti ætla að þar sé Linda sjálf að segja sína sögu. Sagt er frá síðustu klukkustundunum í lífi Lindu í fyrstu persónu í þeirri von að einhver þarna úti hafi upplýsingar um málið.

Í færslunum er farið nokkuð ítarlega í atburðarásina áður en morðið var framið, til dæmis sagt frá því þegar móðir hennar tjáði henni að hún gæti ekki sótt hana í skólann. Þess vegna þyrfti hún að ganga heim stutta vegalengd.

„Það hefur enginn áhyggjur þó ég hafi ekki skilað mér heim úr skólanum strax. Að minnsta ekki mjög miklar. Árið 1973 voru tímarnir aðrir en þeir eru í dag, börnin í hverfinu voru oft tímunum saman úti að leika sér og enginn kippti sér upp við það,“ sagði til dæmis í einni færslu. Síðan er sagt frá því þegar foreldrar Lindu og 18 ára systir hennar fóru að leita að henni og þegar hjólreiðamaður fann lík hennar.

Það var svo á þriðjudag að dró til tíðinda í málinu er hinn 72 ára gamli James Neal var handtekinn í Colorado Springs vegna gruns um morðið. Ekki er útilokað að aðferð lögreglu í fyrrasumar hafi skilað þessum árangri enda vakti málið mikla athygli á ný eftir að hafa legið í dvala í rúm 40 ár, ef svo má segja. DNA-rannsókn leiddi í ljós að Neal var á vettvangi þegar morðið var framið.

Saksóknari í málinu, Todd Spitzer, hefur látið hafa eftir sér að hann muni freista þess að ná fram dauðarefsingu í málinu. Það gæti þó reynst erfitt í ljósi þess að dauðarefsingar voru ekki löglegar í Flórída árið 1973, árið sem morðið var framið. Telja lögfróðir menn vestan hafs að, að sögn NBC News, að ekki sé hægt að fara fram á harðari refsingu en lög gerðu ráð fyrir á þeim tíma sem glæpurinn var framinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nóttin sem tónlistin dó

Nóttin sem tónlistin dó
Í gær

Framkvæmdastjórinn hættir hjá SVFR

Framkvæmdastjórinn hættir hjá SVFR
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rúður sprungu í sex kílómetra radíus

Rúður sprungu í sex kílómetra radíus
Pressan
Fyrir 3 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gamli maðurinn fór daglega að leiði konu sinnar – Dag einn fylgdi sonurinn á eftir og sá hvað hann gerði

Gamli maðurinn fór daglega að leiði konu sinnar – Dag einn fylgdi sonurinn á eftir og sá hvað hann gerði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Minni líkur á að Evrópubúar og Bandaríkjamenn fái elliglöp en áður

Minni líkur á að Evrópubúar og Bandaríkjamenn fái elliglöp en áður
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“