fbpx
Þriðjudagur 26.mars 2019
Pressan

Versti ferðafélaginn? – Þú trúir aldrei hvað hann gerði!

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 22. febrúar 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farþegum í flugi með flugfélaginu Frontier frá Denver til Suður Karólínu á fimmtudaginn var lítið skemmt. Með þeim í fluginu var sannkallaður flugdólgur. Michael Allan Haag var á leiðinni að hitta fyrrverandi kærustu og var, að sögn sessunautar hans, mjög spenntur. Hann hefur þó sennilega ákveðið að róa taugarnar aðeins þar sem hann pantaði sér tvöfaldan vodka tonic, rétt eftir að flugvélin fór í loftið.

Haag sat í miðjunni í þriggja sæta röð. Sitt hvorum megin við hann sátu ókunnugar konur. Önnur þeirra, við gluggann, var sofandi,  en hin á endanum var vakandi. Haag snéri sér að vakandi sessunautnum og spjallaði við hana um stund. Hún greindi Alríkislögreglu Bandaríkjanna síðar frá því að hún hefði lítinn áhuga haft á þessum samskiptum og reynt að koma Haag í skilning um það, án árangurs. Hann spurði hana hvernig mönnum hún laðaðist að, hvort hún væri gift og síðan hvort hún væri hamingjusamlega gift. Á endanum tók konan á það ráð að setja upp heyrnartól, hunsa Haag og reyna að sofna.

Þá snéri hann sér að konunni í gluggasætinu. Hún vaknaði við vondan draum. Þessi 45 ára ókunnugi maður var að snerta á henni fingurnar. „Ekki snerta mig,“ sagði hún reið og Haag baðst afsökunar, aftur og aftur og aftur. Skyndilega öskraði hún svo hátt að það barst um nánast alla flugvélina. Haag var nefnilega núna farinn að snerta á henni fæturna.

Aftast í flugvélinni sat kona að nafni Emily. Hún hafði verið sofandi þar til  hún heyrði konu öskra: „Ef þessi maður snertir mig einu sinni enn þá drep ég hann.“ Í kjölfarið sá hún hvar flugþjónar teymdu Haag að röðinni við hliðina á hennar.  „Hann var alveg út úr heiminum,“ sagði hún. „Hann gat ekki einu sinni talað, hann muldraði bara.“ Haag var þarna orðinn afar ölvaður, búinn með tvo tvöfalda Vodka í tonic. Hann var svo ósjálfbjarga að flugþjónninn þurfti að spenna á hann öryggisbeltið.

Emily ákvað að taka upp símann og ná mynd af þessum furðulega manni. En þá gerðist nokkuð sem hún bjóst aldrei við.

„Þá öskra ég: Guð minn góður, HANN ER AÐ PISSA!“ 

Haag hafði þá gert sér lítið fyrir, vippað út getnaðarlimnum og meig á milli sætanna fyrir framan hann.

Eftir að flugvélin lenti fékk Emily 200 dollara gjafakort á flugfélaginu, til að bæta henni upp þessa óskemmtilegu ferð, með lekum flugdólg. Haag hins vegar fékk lögreglufylgd út af flugvellinum og fékk að dúsa í fangageymslu.

Frétt Fox News
Frétt Washington Post

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur