fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2019  |
Pressan

Voru nærri búin að svelta kornabarn sitt í hel – Gáfu því aðeins kartöfludrykk

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. febrúar 2019 19:30

Robert Buskey og Julia French

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Buskey, 31 árs, og Julia French, 20 ára, voru handtekin í síðustu viku í Titusville í Flórída í Bandaríkjunum. Þau eru sökuð um að hafa vanrækt fimm mánaða barn sitt. Barnið var aðeins 3,62 kíló og við dauðans dyr þegar yfirvöld höfðu afskipti af fjölskyldunni. Foreldrarnir sitja nú í fangelsi en barninu var komið í umsjá barnaverndaryfirvalda og fær það nú viðeigandi læknisaðstoð.

Foreldrarnir eru grænmetisætur að eigin sögn. Læknir þeirra hafði sagt þeim að gefa barninu þurrmjólk. Á einhverjum tímapunkti hættu þau að gefa barninu hefðbundna þurrmjólk og fóru að gefa því drykk sem er búinn til úr kartöflum. Þetta var slæmt val því þau voru nærri því búin að svelta barnið í hel.

New York Post er meðal þeirra bandarísku fjölmiðla sem skýra frá þessu. Haft er eftir Lauren Watson, hjá lögreglunni í Titusville, að hún hafi aldrei séð barn í svona slæmu ástandi og nærri dauðanum.

„Á meðan barnið fékk þurrmjólk gekk allt vel og það dafnaði vel og hafði það gott en síðan skiptu þau yfir í kartöfludrykkinn.“

Lögreglan segir að rifbein barnsins hafi verið auðsjáanleg og að augu þess hafi verið sokkin. Barnið var einnig mjög máttvana og ofþornað.

Læknar segja að næringarskorturinn sem barnið varð fyrir geti haft langvarandi áhrif.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Elon Musk segir okkur varnarlaus gegn heimsendaloftsteini

Elon Musk segir okkur varnarlaus gegn heimsendaloftsteini
Pressan
Í gær

Sýndi hótelstarfsmanni kynfærin: Stuttu síðar féll hann til jarðar af 10. hæð

Sýndi hótelstarfsmanni kynfærin: Stuttu síðar féll hann til jarðar af 10. hæð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var búinn að játa sig sigraðan þegar hið ótrúlega gerðist

Var búinn að játa sig sigraðan þegar hið ótrúlega gerðist
Fyrir 2 dögum

Norðurá í Borgarfirði að detta í 300 laxa

Norðurá í Borgarfirði að detta í 300 laxa