fbpx
Þriðjudagur 26.mars 2019
Pressan

Glæpamennirnir fengu nafn vitnisins fyrir mistök

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 23. febrúar 2019 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar bifvélavirkinn David Henderson fékk bíl til viðgerðar á verkstæði sem hann starfaði á í Denver í Bandaríkjunum tók hann eftir nokkru grunsamlegu í farangursrými hennar.

Skömmu áður hafði verið framið rán í útibúi í borginni sem selur marijuana. Henderson hafði samband við lögreglu eftir að hafa séð talsvert magn af marijuana og skotvopnum í bílnum.

Það var svo ekki löngu síðar að þessi sami bifvélavirki fannst látinn. Hann hafði verið skotinn tíu sinnum og við rannsókn málsins kom í ljós að hinir grunuðu í ráninu, Terence Jamal Black, 26 ára og móðir hans, Tina Maria Black, höfðu fengið nafn Henderson sent til sín.

Það var svo í vikunni að Terence og Tina voru dæmd í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn fyrir morðið. Í ljós kom að þau höfðu upp á Henderson eftir að hafa fengið nafn hans og skutu hann til bana, allt í þeim tilgangi koma í veg fyrir að vitnað yrði gegn þeim.

Í frétt Denver Post kemur fram að mistök sem þessu séu algengari en fólk gerir sér kannski grein fyrir. Rannsókn leiddi í ljós að 1.500 mál hefðu komið upp í Colorado á síðasta ári þar sem málsgögn rötuðu í rangar hendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nóttin sem tónlistin dó

Nóttin sem tónlistin dó
Í gær

Framkvæmdastjórinn hættir hjá SVFR

Framkvæmdastjórinn hættir hjá SVFR
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rúður sprungu í sex kílómetra radíus

Rúður sprungu í sex kílómetra radíus
Pressan
Fyrir 3 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gamli maðurinn fór daglega að leiði konu sinnar – Dag einn fylgdi sonurinn á eftir og sá hvað hann gerði

Gamli maðurinn fór daglega að leiði konu sinnar – Dag einn fylgdi sonurinn á eftir og sá hvað hann gerði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Minni líkur á að Evrópubúar og Bandaríkjamenn fái elliglöp en áður

Minni líkur á að Evrópubúar og Bandaríkjamenn fái elliglöp en áður
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“