fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Hann dó – Lifnaði við – Vann í Lottói! En þar með var heppni hans ekki á enda

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. febrúar 2019 06:02

Bill Morgan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífið getur stundum verði ótrúleg, alveg ótrúlega ótrúlegt. Lánið virðist leika við suma en aðrir eru ekki eins heppnir. 1999 leit ekki vel út fyrir Bill Morgan frá Ástralíu. Þetta var erfitt ár svo ekki sé meira sagt. Fyrst lenti hann í bílslysi, fékk síðan hjartaáfall og til að toppa allt saman fékk hann svo heiftarleg ofnæmisviðbrögð að hann lá í dái í 12 daga. En síðan snerist lukkan á sveif með honum og það heldur betur.

Eftir að hann vaknaði úr dái breyttist allt til hins betra. Bill ákvað að kaupa sér lottómiða (skafmiða) og trúði ekki eigin augum þegar hann vann nýjan bíl. Nokkrum vikum síðar fékk sjónvarpsstöð veður af þessu láni hans og ákvað að gera frétt um hann. Á meðan verið var að taka upp í versluninni þar sem Bill keypti vinningsmiðann var hann fenginn til að kaupa annan miða til að endurskapa stundina.

Það var svo sannarlega góð fjárfesting því hann vann sem nemur um 30 milljónum íslenskra króna á þann miða. Það er kannski ekki að furða að Bill hafi átt erfitt með að trúa þessu en engu að síður var þetta staðreynd.

Í myndbandinu hér fyrir neðan er hægt að sjá augnablikið þegar hann frétti af stóra vinningnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“