fbpx
Miðvikudagur 21.ágúst 2019  |
Pressan

Sjö barna norsk móðir fékk sömu refsingu og Anders Breivik – Ótrúlegar aðferðir lögreglunnar við rannsókn málsins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 20:00

Elisabeth Terese Aaslie

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elisabeth Terese Aaslie, 43 ára, var í vikunni sakfelld fyrir að hafa myrt föður sinn og fyrrum sambýlismann. Hún hlaut þyngstu refsingu sem norsk lög leyfa eða 21 árs fangelsi. Þetta er sami dómur og fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik fékk fyrir morðin í Útey og sprengjutilræðið í Osló 2011.

Þetta er þyngsti dómur sem kona hefur hlotið í Noregi.

Saga Elisabeth Terese hefst í apríl 2014 þegar fyrrum sambýlismaður hennar fannst látinn á herbergi á First Hotel í Kristiansand. Á náttborðinu og gólfinu lágu svefntöflur. Krufning leiddi í ljós að maðurinn hafði látist af völdum eitrunar. Grunur féll á fyrrum sambýliskonu hans, fyrrnefnda Elisabeth, sem hafði heimsótt hann í hótelherbergið en hún var síðasta manneskjan sem sá hann á lífi. Þau áttu tvö börn saman en í heildina á Elisabeth sjö börn.

Lögreglan hafði þó ekki nægar sannanir til að geta handtekið hana. Rannsókn málsins var haldið áfram af fullum krafti án þess að hún vissi af. Sími hennar var hleraður sem og íbúð hennar og bíll. Auk þess villti lögreglukona á sér heimildir og varð vinkona Elisabeth. Hún lét sem hún ætti „erfiðan“ mann sem hún vildi losna við. Í þrjú ár lést hún vera vinkona Elisabeth.

Þær ræddu um arfinn sem Elisabeth fékk eftir föður sinn, um börnin og félagsþjónustuna, lyf og heilsufæði. Þær hittust 49 sinnum en aldrei viðurkenndi Elisabeth að hafa myrt föður sinn eða fyrrum sambýlismann.

Það var við rannsókn málsins sem lögreglan áttaði sig á að faðir Elisabeth hafði látist tólf árum áður heima hjá sér. Hann hafði verið ölvaður og drukknað í baði. Það vildi einmitt svo til að Elisabeth var síðasta manneskjan sem sá hann á lífi. Dauði hans virtist þó vera slys. Lík hans var ekki krufið. Elisabeth, sem var einkabarn og hafði alist upp hjá móður sinni og ömmu, fékk allan arfinn samkvæmt erfðaskrá föður síns en arfurinn var um ein milljón norskra króna.

Í september 2017 var hún handtekin grunuð um að hafa myrt fyrrum sambýlismann sinn og föður. Í desember 2017 var lík föður hennar grafið upp og krufið. Krufningin leiddi í ljós að honum hafði verið byrluð ólyfjan áður en honum var drekkt í baðkarinu.

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði gefið föður sínum róandi lyf, sett hann í baðkarið og drekkt honum til að komast yfir arfinn. Hvað varðar fyrrum sambýlismanninn er hún sögð hafa gefið honum svefnlyf og síðan kæft hann með kodda. Ástæðan fyrir því morði var að sambýlismaðurinn fyrrverandi gat gert út af við möguleika hennar á að fá börn sín aftur en þau voru í umsjá barnarverndaryfirvalda. Elisabeth notaði greiðslukort mannsins eftir að hún banaði honum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að hún hafi undirbúið morðin vel og að ekkert komi til greina til refsilækkunar. Þá telur dómurinn mikla hættu á að hún muni aftur fremja alvarleg afbrot því hún víli ekki fyrir sér að ryðja þeim úr vegi sem hún telur þörf á.

Hún var einnig sakfelld fyrir að hafa reynt að myrða 59 ára mann, sem hún hafði átt í ástarsambandi við, með því að gefa honum svefnlyf. Leggja þurfti manninn inn á sjúkrahús vegna þessa. Fyrir dómi sagðist hann ánægður með að vera á lífi, hann hefði hæglega geta orðið þriðja fórnarlambið.

Elisabeth hefur alla tíð neitað sök og hefur ekki viljað tjá sig um málin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Hugsanlega eru allt að 10 milljarðar jarðlíkra pláneta í vetrarbrautinni okkar

Hugsanlega eru allt að 10 milljarðar jarðlíkra pláneta í vetrarbrautinni okkar
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Fær 650 milljónir á ári fyrir að gera ekki neitt

Fær 650 milljónir á ári fyrir að gera ekki neitt
Pressan
Í gær

Vilja kalla breska þingið saman vegna umtalaðrar skýrslu um Brexit

Vilja kalla breska þingið saman vegna umtalaðrar skýrslu um Brexit
Pressan
Í gær

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita
Pressan
Í gær

Norska lögreglan er með nýjar upplýsingar í máli Anne-Elisabeth – Skýrir fyrst frá þeim í haust

Norska lögreglan er með nýjar upplýsingar í máli Anne-Elisabeth – Skýrir fyrst frá þeim í haust
Pressan
Í gær

Leyfði 12 ára dótturinni að keyra – Það endaði með banaslysi

Leyfði 12 ára dótturinni að keyra – Það endaði með banaslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íslenskt þang á að bjarga þjóðarrétti Bandaríkjamanna

Íslenskt þang á að bjarga þjóðarrétti Bandaríkjamanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hélt að hún væri með nýrnasteinskast – Fór á sjúkrahús og trúði varla því sem læknarnir sögðu

Hélt að hún væri með nýrnasteinskast – Fór á sjúkrahús og trúði varla því sem læknarnir sögðu