fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Dularfullt morðmál skekur Bandaríkin – Fundu stúlkulík í ferðatösku – Hver er hún?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. mars 2019 06:59

Myndir frá lögreglunni í Los Angeles.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn fannst lík ungrar stúlku í ferðatösku á göngustíg í Los Angeles. Talið er að stúlkan hafi verið á aldrinum 8 til 13 ára þegar hún lést. Taskan var skilin eftir við hlaðinn garð við vinsælan göngustíg í Hacienda Heights.

Stúlkan var svört, um 130 sm á hæð og um 30 kíló. LA Times hefur eftir Scott Hoglund, hjá lögreglunni, að engin merki hafi sést á líkinu um vannæringu eða ofbeldi.

Líkinu hafði verið komið fyrir í svartri ferðatösku á hjólum.

Það var borgarstarfsmaður sem fann líkið þegar hann var að vinna við hreinsun á svæðinu á þriðjudaginn. Stúlkan var í bleikri peysu með áletruninni: „Future Princess Hero“.

Hoglund sagði að andlát stúlkunnar væri rannsakað sem dularfullt andlát. Engin ummerki væru um ofbeldi á líkinu.

„Við höfum ekki hugmynd um hver hún er.“

Sagði hann.

Líkið verður krufið fljótlega og vonast lögreglan til að fá þá frekari niðurstöður um dánarorsök stúlkunnar.

Málið og kringumstæðurnar þykja mjög óvenjulegar. Dan Scott, sem vann lengi við rannsóknir á morðum og ofbeldi gegn börnum í Los Angeles, sagði í samtali við LA Times að kringumstæðurnar í þessu máli væru mjög óvenjulegar.

„Það er mjög sjaldgæft að barnslíki sé hent svona. Ég man ekki eftir slíku máli á undanförnum árum.“

Hann sagði að yfirleitt væri það þannig að þegar ættingjar barns myrða það þá grafi þeir líkið yfirleitt eða reyni að fela líkið á annan hátt.

Lögreglan mun reyna að bera kennsl á líkið út frá erfðasýnum og með því að bera saman skrár um týnt fólk sem og nemendaskrár skóla. Þá verður reynt að finna DNA úr öðrum á líki stúlkunnar í þeirri von að það geti vísað á fólk sem veit eitthvað um málið og örlög litlu stúlkunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Í gær

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump