fbpx
Fimmtudagur 20.júní 2019
Pressan

Kona étin lifandi af hundum sínum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 9. mars 2019 17:30

Hér við húsið átti þessi hörmulegi atburður sér stað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku lést Nancy Cherryl Burgess-Dismuke, 52 ára bandarísk kona, í garðinum við heimili sitt í Greenville í South-Carolina. Hún var étin lifandi af hundunum sínum tveimur en hún átti boxerhunda.

Hún var að leika við hundana þegar leikurinn varð skyndilega að alvöru. Hún var bitin í handlegg og blæddi mikið úr sárinu.

„Þetta breyttist úr að þau virtust vera að leika yfir í að þeir byrjuðu að éta hana lifandi.“

Sagði Amber Green, nágranni hennar en það var hún sem hringdi í neyðarlínuna. Hún og fleiri nágrannar heyrðu hávaða og læti frá garði Nancy og hlupu yfir henni til aðstoðar.  Þegar Denzel Whiteside og William Long komu að húsinu mætti þeim sjón sem var eins og tekin beint úr hryllingsmynd. Hundarnir höfðu bitið í báða handleggi Nancy og drógu hana inn í húsið.

Hundarnir voru aflífaðir.

Með exi og kústskafti tókst þeim félögum að lemja hundana svo oft að þeir slepptu Nancy en það var um seinan. Annar handleggur hennar hafði verið bitinn af og hinn var í tætlum. Hún var strax flutt á sjúkrahús en læknum tókst ekki að bjarga lífi hennar.

Margir nágrannar hennar voru hræddir við hundana en þeir voru sagðir illa þjálfaðir og agaðir. Þeir hafa verið aflífaðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Leikur raðmorðingi lausum hala á Sjálandi?

Leikur raðmorðingi lausum hala á Sjálandi?
Pressan
Í gær

Treyja Babe Ruth seld fyrir metfjárhæð – Rúmlega 700 milljónir

Treyja Babe Ruth seld fyrir metfjárhæð – Rúmlega 700 milljónir
Pressan
Í gær

Stakk skólasystur sína til bana – „Ég vildi vita hvernig það væri að drepa einhvern“

Stakk skólasystur sína til bana – „Ég vildi vita hvernig það væri að drepa einhvern“
Pressan
Fyrir 2 dögum

30 manns látnir eftir sjálfsmorðssprengjumenn – Talið að Boko Haram sé á bakvið árásinar

30 manns látnir eftir sjálfsmorðssprengjumenn – Talið að Boko Haram sé á bakvið árásinar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Í þessari flugvél situr þú inni í vængjunum

Í þessari flugvél situr þú inni í vængjunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Viðvörun frá Ban Ki-moon: Hættan á kjarnorkustríði er meiri nú en hún hefur verið í áratugi

Viðvörun frá Ban Ki-moon: Hættan á kjarnorkustríði er meiri nú en hún hefur verið í áratugi